Vorið - 01.12.1949, Page 20

Vorið - 01.12.1949, Page 20
138 VORIÐ MALEN (með djúpri karlmanns- rödd): Góða kvöldið, góðu börn- in mín! Ég kem með jólaóskir og kannske gullin fín! (Gengur fram á gólfið). JENNÝ, INGA og LÍSA (hlæja og spauga hver við aðra, og sýna með leynd stoppnálina, svamp- inn og skærin, sem þær hafa til- búin!) JUHL (réttir jólasveininum hönd- ina): Velkominn, jólasveinn, og þökk fyrii', að þú vildir koma og heimsækja okkur. MALEN (leggur höndina ástúð- lega á axlir ungfrú Juhl). Sjálf- þakkað, mín kæra ungfrú. Og alveg sérstaklega óska ég yður gleðilegra jóla. (Strýkur um kinn hennar). JUHL (ósjálfrátt): Ó! MALEN (snýr sér til barnanna): Og einnig ykkur, góðu börnin mín! Ykkur óska ég af hjarta góðra og gleðilegra jóla. BÖRNIN (í kór): Þökk fyrir. Við óskum þess sama! KRISTÍN: Hefur þú nokkrar jóla- gjafir handa okkur? MALEN (veifar pokanum): Já, það megið þið vera viss um. (Bendir á pokann). Hann er alveg fullur. (Við ungfrú Juhl): En fyrst verð ég að vita, hvernig börnin hafa hagað sér undanfarið. JUHL: Þau hafa öll hagað sér ágæt- lega — nema Malen. MALEN: Hvað segið þér, ungfrú Juhl. Mín fallega, góða, litla Malen, — nei, því trúi ég ekki! Hún sem er einmitt mesta dygða- ljósið í öllum skólanum. Hvar er annars þessi góða stúlka? JUHL: Hún er uppi á herbergi sínu. Ég dæmdi hana í stofufang- elsi. MALEN (með óblíðri röddu): Nei, svei, ungfrú Juhl, — stofufangelsi — á sjálfu aðfangadagskvöldinu. (Meðan hinar hafa forvitnar horft á, hefur Inga komið sér bak við Malenu, og stingur hana í fótinn með nálinni). MALEN: Ó, ó (barmar sér, nýr fót- inn). JUHL: Hvað er að, hr. jólasveinn? MALEN (áttar sig): Fyrirgefið, — það var bara eitthvað, sem stakk mig í fótinn. JUHL (við börnin): Látið jóla- sveininn fá stól—og gefið honum köku. (Gengur að borðinu og snýr baki að himun, meðan. eftir- farandi fer fram). LÍSA (hefur lagt svamp undir blað á stól). Já, gerið þér svo vel, hr. jólasveinn! Viljið þér ekki fá yð- ur sæti? MALEN (horfir með tortryggni á stólinn, lyftir upp blaðinu og fjarlægir svampinn). Beztu þakk- ir, — ég sit ekki á svömpum. (Set- ur hann í pokann). BÖRNIN (horfa sneypuleg hvert á annað). MALEN: Og hvað er það, sem þú

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.