Vorið - 01.12.1949, Page 23

Vorið - 01.12.1949, Page 23
VORIÐ 141 ALLIR (orðlausir, stara undrandi á Malenu). MICKELSBERG: Hva - (hva - hver er hann? MALEN: Hver ég er- Ég er jóla- sveinninn! MICKELSBERG:’Nú, já, svo að þér eruð það! Nei, þökk fyrir. Við getum ekki verið tveir jóla- sveinar hér í húsinu. JUHL (æpir): Já, en hef ég þá orð- ið fyrir gjörningum? — (Við Malenu): Viljið þér samstundis segja, hver þér eruð? MALEN: Ég er jólasveinninn, — sá eini, rétti og sanni jólasveinn. Ég kem beint innan frá jólatrénu og hef hengt gjafirnar á það. JUHL (hikandi við Mickelsberg): Já, en hver eruð þér? Viljið þér tafarlaust kynna yður? MALEN: Hann er svikari. MICKELSBERG: Nei, það eruð þér, sem eruð svikari! MALEN: Hvernig vogið þér yður? Falska varmenni! MICKELSBERG: Nei, þetta getur ekki gengið. Takið skeggið af. (Hann ætlar að rífa skeggið af henni. Þau berjast, og í áflogun- um rífa þau húfu, hárkollu og skegg hvort af öðru). BÖRNIN (reka upp gleðióp og klappa saman höndum): Það er Malen, — það er Malen! MALEN (stendur kyrr litla stund, — síðan skellihlær hún): Já, það er Malen. Ég hélt bara, að ég ætti líka að taka þátt í jólahátíð- inni. JUHL: Malen! Hvernig leyfirðu þér! Svo að það varst þá þú, framhleypna stelpan þín, sem baðst mín! MALEN (niðurlút): Já, ungfrúin má til með að afsaka, að ég tók að mér dálítið ástarhlutverk. Ég bið innilega um fyrirgefningu. JUHL (grátandi, við Mickelsberg): Ó, hvað ég skammast mín! MICKELSBERG: Nei, það skuluð þér ekki gera, ungfrú Juhl. Malen hefur gert góðverk, sem við höfum raunar fulla ástæðu til að vera henni þakklát fyrir. Eig- um við ekki að* láta bónorðið gilda, og halda trúlofun okkar hátíðlega í kvöld, — á sjálfu að- fangadagskvöldinu? JUHL (hamingjusöm): Ó, Ferd- inand! Jú, það skulum við sann- arlega gera. MICKELSBERG: Og nú skulum við öll fara inn að jólaborðinu. TJALDIÐ. Sigurður Gunnarsson þýddi úr dönsku. Karl litli: „Á ég ekki að lána þér skrúf- járn, frænka mín?“ Frænka: „Hvað á ég svo sem að gjöra við það, litli vinur minn?“ Karl litli: „Jú, pabbi sagði í gær, að þú værir með lausa skrúfu.“

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.