Vorið - 01.12.1949, Page 28

Vorið - 01.12.1949, Page 28
146 VORIÐ læðast af stað. Hann á undan, þau á eftir heim að skemmunni, þar sem töfrakassinn er geymdur. Hann er þar uppi á loftinu. En hvað marrar hátt í sjónum. Hvernig sem þau læðast, þá finnst þeim snjórinn ætla að æra sig. Og hvern- ig mundi ganga að opna skemm- una? En sú heppni, skemman var i opin. Nú var ekki annað en fara inn og upp stigann, og börnin héldu niðri í sér andanum og hlustuðu. Ekkert hljóð heyrðist. En myrkrið sýndist svo svart inni í skemmunni. Þau heyrðu hjartsláttinn í sínu eig- in brjósti, eins og hamarshögg í fjarska. En nú þorði Diddi ekki inn. Hver vissi nema einhver draugur- inn lægi þar undir stiganum eða glennti upp glyrnurnar frá gaflin- um? „Þú ferð á undan, Dóra,“ hvísl- aði hann um leið og hann ýtti systur sinni inn yfir þröskuldinn. Dóra litla streyttist lítið eitt á móti og börnin hikuðu öll. Dreng- irnir vissu báðir, hvað þeir voru að gera, en Dóra litla var of ung til að gera sér grein fyrir, að neitt óvenju- legt væri á ferðum. En framkoma drengjanna gerði hana hálfhrædda. En hún var ekkert myrkfælin. Og liana langaði fjarska rnikið í ávext- ina úr kassanum. Og að lokum teygði hún litlu fæturna inn fyrir þröskuldinn. Drengirnir fóru á eft- ir. Börnin þreifuðu fyrir sér. Þau rákust á tunnur og poka, en að stig- anum komust þau að lokum. En livað var þetta? Börnin heyrðu allt í einu eitt- livert þrusk og andardrátt. Þeim virtist þruskið vera uppi á loftinu. Og svo heyrðist einkennileg rödd segja: „Hvað ætlið þið að gera?“ Drengj- unum fannst eins og blóðið storkn- aði í æðum þeirra af hræðslu. En Dóra litla hvíslaði úr miðjum stig- anum: „Þetta er Jesús. Hann vill ekki, að við tökum það, sem við eigum ekki. Amma segir, að hann sjái alltaf til okkar.“ Börnin tókust ósjálfrátt í hend- ur í myrkrinu. Nú heyrðist ekkert meira. „Hvað eigum við að gera?“ sagði Manni. „Við skulum koma burt,“ sagði Diddi litli. „Það er satt, sem Dóra segir.“ Börnin læddust út úr skemmunni. Jólin eru komin. Allt er ljósum skreytt. Á borðinu er fannhvítur dúkur. Inn eftir gólfinu gengur amma með kassann góða undir hendinni. Börnin standa við borð- ið. Aldrei hafði þeim fundizt amma eins falleg og í kvöld. Hún sezt við borðið, opnar kass- ann og biður börnin að koma til sín. Þau nálgast hikandi og blóð- rjóð í andliti. Upp úr kassanum tekur amma

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.