Vorið - 01.12.1949, Síða 29

Vorið - 01.12.1949, Síða 29
VORIÐ 147 Brosleg peikningsskil „Ég skulda þér 50 aura,“ sagði Tómas við Ella, „hér eru þeir.“ En Elli vildi ekki taka við peningun- um. „Láttu Lárus fá peningana, því að ég skulda honum 50 aura.“ Tómas féllst á það. Hann fór til Lárusar og sagði: „Ég skulda Ella 50 aura, og hann skuldar þér 50 aura. Þegar ég ætlaði að greiða honum peningana, bað hann mig að greiða þá til þín.“ „Greiddu Nils peningana,“ sagði Lárus, „ég skulda honum 50 aura.“ Tómas hafði ekkert við það að at- huga. Hann fór til Nils og útskýrði fyrir honum þessi flóknu reiknings- skil, en Nils vildi ekki heldur taka við peningunum. „Ég skulda Gunnari 50 aura,“ sagði hann, „viltu ekki greiða hon- um peningana." Þá brosti Tómas. Hann stakk peningunum í vasann og hélt áleið- is til Gunnars. Hann fékk að eiga peningana. Allir drengirnir greiddu hver öðr- um skuldir sínar. En geturðu sagt mér hvers vegna Tórnas fékk pen- ingana til eignar? Svar: Þegar Tómas kom til Gunn- ars, sagði Gunnar: „Eigðu sjálfur peningana. Þú ert líklega ekki búinn að gleyma, að ég skulda þér 50 aura?“ eplin, með alla sína fegurð og stóru, gylltu appelsínurnar. Hún lætur þau í þrjá staði og í einn hálfu meira en hina. „Hver á að fá þetta?“ segir amma, og bendir á stærstu hrúguna. Börnin líta hvert á annað og tár glitra í augum Didda litla. „Dóra á það,“ stamar hann. „Hvers \ægna?“ spyr amma. Diddi fór nú að liágráta, en gat ekkert sagt. En amma sagði: „Ég veit allt saman, sem gerðist, þegar þið voruð að renna ykkur um daginn. Munið alltaf það, sem Dóra litla sagði, ef ykkur langar til að gera eitthvað Ijótt. Jesús, sem fæddist á jólunum, sér alltaf til ykkar. Hann grætur ef þið fallið fyrir freistingum. Þá veit liann, að þið getið orðið ógæfu- menn. En nú skulum við vera glöð, því að í kvöld eru jólin. Farið þið nú að borða eplin ykkar.“ „Amma mín,‘ ‘livíslaði Dóra litla um leið og luin kyssti önnnu sína fyrir sælgætið, „viltu ekki gela okk- ur öllum jal'nt?“ Amma brosti og klappaði henni á vangann. „Þú verður kóngsdóttir í fallegu ævintýri," sagði hún.

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.