Vorið - 01.12.1949, Side 36

Vorið - 01.12.1949, Side 36
154 VORIÐ snemma. Á morgun á að klifa Blátind, og þá er betra að vera vel undirbúinn. (Ásta og Hulda bafa skrafað saman í hljóði og skrifað.) ÁSTA: Við erum hérna með svo- lítið yfirlit um daginn, sem við höfum bangað saman. Eigum við að raula það? (Fá þeim blöð). HINAR (athuga blöðin): Jú, jú. — Við syngjum það. (Syngja). (Lag: Pálína.) Það var einu sinni lómur, hann emjaði svo hátt. Hátt, hátt, hátt, liátt, svo ósköp sárt og hátt. Tvær yngismeyjar héldu, að hann ætti voða bágt. Ætti bágt, ætti bágt, ætti voðalega bágt. Með hjartað niðri í maga þær hlupu strax af stað. Þær hlupu, hlupu, til hjálpar strax af stað. Þær sögðu: „Herra lómur minn. — Ó, elskan. — Hvað er að? Hvað er að? Hvað er að? Hvað er eiginlega að? F.n lómurinn, hann vildi ekki vit- und við þær fást. Við þær fást, við þær fást, ekki vit- und við þær fást. Hann kunni ekki að meta hina mildu meyjaást, hina mildu og sólheitu yngismeyja ást. Og skátamey fór einu sinni skemmtiferð í liús. í hús, í hús, í „berlegt" sveitahús. Þar ætlaði að gleypa hana ofurlítil mús, svo agnar, agnar, pínulítil mús. Tvær yngismeyjar fóru í ástargrasa- leit. í ástargrasa- og alls kyns blóma- leit. Þær kveiktu logheitt kærleiksbál hjá kálfi uppi’ í sveit, hjá rauðsk jöldottum kálfi, kálfi uppi í sveit. Tvær lentu í „ástandinu", eins og áður vildi ske. Eins og alltof, alltof tíðum áður vildi ske. Svo má víst segja, að endað dagsins ævintýri sé, á enda, á enda allt ævintýrið sé. BJÖRG: Eigum við ekki að æpa fyrir skáldunum? HINAR: Jú. — Hyllum hirðskáld- okkar. Húrra, húrra, húrra, húrra! ERLA:. Svo sleppum við öllu glens- inu, og syngjum eitthvað gott og alvarlegt undir svefninn. ÞORA: Við syngjum „Kvöldljóð" og „Nótt“. HINAR: Samþykkt í einu hljóði. (Söngur). (Lag: My Bonnie. Á fjallstfn.dum logar nú ljómi.

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.