Vorið - 01.12.1949, Page 38

Vorið - 01.12.1949, Page 38
156 VORIÐ Ú r heimi harnanna KRÍUEGGJALEIT. Það var einn dag, í góðu veðri, að ég fór með öðrum strák í kríueggja- leit. Við héldum af stað heiman frá okkur með sinn dunkinn hvor. Þeg- ar við komum þar, sem kríurnar verpa, fórum við að leita að eggjum. Við vorum að hringla þar, þang- að til við fundum sín tvö eggin hvor; þá ætluðum við að halda af stað lieim. Þá komum við auga á kjóa, sem var þar á flugi. Kom þá stráknum, sem með mér var, í hug, að við skyldum leita að kjóaeggjum. Ég fór fyrst upp eftir, þar sem kjó- arnir voru. Veit ég ekki fyrr en kjói ræðst á mig, og ég öskraði upp yfir mig af hræðslu. I því kemur strákurinn, en annar kjói ræðst á liann. Tekur hann þá annað kríu- eggið og kastar því í kjóann. Þá réðist kjóinn aftur á mig, og ég datt og braut annað kríueggið. Brutum við þá hin tvö eggin í aðganginum við kjóana. Hentum dunkunum í }rá og hlupum af stað niður að sjó, því að við héldum að þeir myndu vera þar minna á ferli. Héldum við síðan heim eggjalausir og daufir í dálkinn. En nokkrum dögum seinna fórum við aftur, en héldum okkur í hæfilegri fjarlægð frá kjó- unum. VORVÍSA. Vorið kemur, vakna blómin, vermir sólin grund og mó. Allir fuglar æfa róminn æður verpir fast við sjó. (Óðinn 12 ára).

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.