Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1908, Síða 4

Bjarmi - 01.01.1908, Síða 4
2 B J A R M I ar hans, mun frelsa sálu frá dauða og hylja fjölda synda» (Jak. 5,19—20). Blaðið á að vera eins konar vöku- maður, er kalli lil hvers og eins af vinum Krists þessum orðum: »Vakna þú og styrk liið annað, sem ællar að deyja« (Jóh. Opinb. 3, 2). Vér höfum átt mörgu hlýju alvöru- orði að fagna á liðna árinu, bæði opinberlega og þó einkum einslega, meðal þeirra, sem er alvara með sína trú. Þeim hefir þótt til sín vcra tal- að, að þeir ættu ekki að grafa pund silt í jörðu, heldur ávaxla það, guði til dýrðar. Pá fyrst er vér förum að lifa fyrir aðra af kristilegúm kærleika, hver í sinni stétt og stöðu, þá er lílið þess vert, að það sé lifað. Til þess erum vér af guði skapaðir og það er hlut- verk kristindómsins að kenna oss að lifa því lííi. Eins og við mátti búast, þá höfum vér líka sætt nokkrum mótmælum; það cr gömul saga og þó altaf ný og fyrir getur það komið, að höggvi sá, er hlífa skyldi. En engum má það í augum vaxa, því fyrst guð er með oss, þá megnar enginn neitt á móti, ef vér höldum áfram í öruggu trausti til guðs, hæn og þolinmæði. Sú reynsla er líka gömul og altaf ný. Það er því nýárshvöt vor lil allra vina Krists meðal þjóðar vorrar: Verið trúir málefni frelsarans og ótl- ist eigi! Minnist þessara orða spá- mannanna og postulanna, þeirra sem boðuðu fyrirheiti drottins og trúðu þeim af öllu hjarta: »Ég mun alls ekki sleppa þér og eigi heldur yfir- gel'a þig, svo að vér getum öruggir sagl: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég ótlast. Hvað geta mennirnir gerl mér« (Hehr. 13, 5.-6.; sbr. ö. Mós. 31, 8; Sáhn. 5(3, 11). Að ytra frágangi munum vér húa blaðið út eftir föngum og prýða það með myndum, eins og áður. Og þar sem vér nú höfum loforð ýmsra góðra manna meðal leikmanna og presta um að slyðja það og vonir uin enn þá fleiri, þá treystum vér því, að hlaðið geti orðið Ijölskrúðugra en á liðnu ári, svo þó að el'nið og stefnan verði hin sama, þá megi þar heyra raddir íleiri manna víðsvegar að af landinu. Minnist þess, að vér erum að vinna fyrir málcfni Krists, og hver sá, sem styður hlaðið, á hvern hátt sem það er, vinnur slikt hið sama, og jafn- framt vinnum vér fyrir þjóð vora. Svo óskum vér ölluin lesendum vorum og öllum öðrum löndum vor- um af lijarta gleðilegs nýárs, hvorl sem þeir eru með oss eða móti. Vér beruin hlýjan hug til allra. Þrá æskumannsins. ))Flý þú æskunnar girndir«. Fog hj'skuj) sat einu sinni hjá ung- barnsvöggu. Þá fórnaði gamli guð- hræddi maðurinn liöndum og mælti: »Gott væri að liafa ungbarns sam- vizku«. Frá vöggunni til elliáranna og þó skemra sé lil tekið, þá er næg- ur tíminn til þess, að samvizkan saurg- ist. Hver af yður gelur svo hugsað til þess tíma, er þér sátuð í keltu móður, að yður komi þá ekki til liugar, að þá var ekki alt hið illa framið, sem þér lialið framið nú. En það er ómögulegt að verða barn aftur í bókstaflegum skílningi, hvað sem oss kann að langa lil þess. Það skildi Nikódemus líka, liinn vitri og' lieiðarlegi ráðherra Gyðinganna og þess vegna spurði hann: »Hvernig getur maðurinn fæðst á ný, þegar hann er orðinn gamall?«

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.