Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1908, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.05.1908, Blaðsíða 4
76 BJARMI ing og lærdómi barnanna í fi’anilíð- inni; en það er ekki kristileg menn- ing, sem þar er gert ráð fyrir eða áherzlan lögð á, því að ef vér sveita- prestar og alþýða úl um landið skiljum lögin rétt, þá má lögunum samkvæmt sleppa því framvegis, að láta börnin læra kristileg fræði og hefi eg heyrt, að fólk muni víða ætla að nota sér þann lagastaf fram- vegis. Löggjafarnir hafa líka fækk- að prestunum og verið svo góðir við þá, sem »settir vei'ða á«, að »losa« þá við barnafræðsluna, sjálf- sagt til þess, að þjóðin »losni« við þá hættu, að börnin verði um of kristilega hugsandi eða hlynt þeim boðskap, sem þjóðkyrkjan lioðar. En fyrst nú alþingið er svona frjáls- lynt gagnvart þeim, sem kæra sig ekki um nein kristin fræði, að lofa þeim að sleppa við þau, þvi er það þá ekki eins frjálslynt gagnvart hin- um, sem langar til að læra eitthvað gotl, að gefa þeim kost á því? Horfurnar eru því ekki glæsileg- ar í því tilliti, að löggjöíin vilji styrkja og ella krislilegt trúarlíf í landinu. Ríkið getum vér því ekki reitt oss á, en hvert er þá að ílýja? Til kyrkjunnar og starfsmanna hennar. En látum svo vera. — Hver þjóð og hvert ríki hefir átt sín hrösunar- tímabil, einkum þó undantekning- arlaust, þegar vantrúin hefir setið í öndvegi. Siðspillingartímar eins og t. d. Sturlungaöldin hjá oss, eru komnir fram af vantrú; veraldarvin- ir og heimsborgarar, óendurfæddir menn eru frumkvöðlar spillingarinn- ar. Hjá slíkum mönnum er engrar hjálpar að vænta fyrir kristilegt líf. En þá dettur mörgum í hug, að í kristnum löndum er þó sjálfsagl hægt að fá aðstoð þeirra manna, sem vigðir eru til þess að boða Guðs orð rétt og hreint og hafa af lijartanlegri meining og alvöru vilj- að og lofað, að vita ekkert annað á meðal safnaða sinna en Jesúm Krist og hann krossfestan. Yér, sem af hjarta óskum eftir framförum í kristilegu trúarlífi á landi voru, þurfum því að samein- ast betur; vér erum all of dreifðir og þjóðin er dreifð líka í skoðun- um sínum. Rað eru svo margar óheillavænlegar stefnur að gera varl við sig nú á timum, og hér á landi er sú slefna óttalegust, sem vill gera litið úr Guðs orði í heilagri ritningu, sem boðar, að ekki sé alt það orð áreiðanlegt og sumir láta til sín heyra enn þá svæsnari orð um ó- áreiðanleik þess orðs, sem um ald- irnar hefir staðið óhagganlegt og verið þeim ljós á vegum, sem því hafa trúað, og er enn. Þessi stefna væri hættulaus, ef formælendur hennar væru opinber- ir óvinir kristindómsins. En þegar þeir, sem telja sig vini kristindómsins og hafa gerst opin- berir starfsmenn Krists, gerasl for- mælendur hverskonar vantrúarskoð- ana. Hvað eigum vér þá að segja? Eru líkindi til, að þeir, hve hátt sem þeir kunna að vera settir í kyrkjufélaginu, verði ötulir starls- menn fyrir boðskap Jesú Krists, ef þeir halda því fram, að orð hans eða heilög ritning sé óáreiðanleg i ótal greinum. Það er meira en lítið, sem þykir bera á þessu hér á landi, og hvar getur vantrúin fengið betri byr í seglin, en einmitt þegar slíkir sendi- boðar Drottins svíkjast undan merkj- unum? Það er að vísu skiljanlegt, að van- trúað og óendurfætt hjarta geti ekki trúað öllu í Guðs orði, en hitt er óskiljanlegt, að það geti þá fremur

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.