Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1908, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.05.1908, Blaðsíða 2
74 BJARMI ekki liaft nokkurt kærleiksorð handa þessu olnbogabarni veraldarinnar, sem hafi getað vakið hjá honum nokkurt traust a þeim, nokkra von um það, að honum gæti orðið bata auðið fyrir milligöngu þeirra. Silfur og gull gátu þeir gefið honum, annað ekki. Haltur hlaut hann að vera eftir sem áður og' öllum til byrði, sjálfum sér og öðrum. Meðaumkv- unarorð þeirra voru kraftlaus orð; fætur hans urðu engu styrkvari fyrir þau. Þeir höfðu ekki verið með Jesú í sama skilningi og Pétur og Jóhannes. Kraftur Krists kær- leika bjó ekki í þeim. En nú var hann alheill æfimeina sinna, og það eru f^u-stu sporin hans að ganga iiln í helgidóminn, til þess að lofa guð og þakka honum. Og svo verður hann verkfæri í hendi guðs, til þess að draga fóllcið að postulunum; alt fólkið ílyktist forviða að þeim, halta mannsins vegna, og þeim gefst hið bezta færi á að boða því fagnaðarerindið. Og »margir, sem heyrt höfðu orðið, tóku trú, og tala karlmanna varð um fimm þúsundira. Hið dásamlegasta af öllu dásam- legu gerist fyrir orð þeirra, sem lifa í bænarsamfélagi við drottinn vorn og frelsara Jesúm Iírist. Og enn eru margir haltir. Enn eru margir andlega og líkamlega bágstaddir. Enn þarf að snúa mörg- um syndara frá villu vegar hans; enn eru þeir margir, sem brestur þrótt í sorgum og andstreymi þessa lífs, og bugrekki í hættunum og djörfung í dauðanum. Silfur og gull getur ekki læknað meinin þeirra. Kraftlaus meðaumkvunarorð gela ekki gefið hjarta þeirra hvíld né diörfiing, þó að þau svo komi lrá yfnum þeirra og vandamönnum. »Leiðinlegir hnggarar eruð þér allir«, sagði Job við vini sína, sem komnir voru til að hugga hann. Og hvað segja þeir við vini sína og vanda- menn, sem eiga í þungu sálarstríði vor á meðal nú á dögum? Er það ekki oft og einatt nákvæmlega hið sama? Svo á það ekki að vera; það er ekki guðs vilji. Hann vill ekki, að nokkur sál sé munaðarlaus, hvort sem um ytra eða innra böl er að ræða. Hann vill, að manni geti verið huggun mönnum að. Hvað er það þá, sem vantar, til þess að guðs vilji verði í þessu efni? Þetta sama, sem þá vantaði, sem gengið höfðu upp í helgidóminn í Jerúsalem á undan postulunum og gefið halta manninum ölmusu, svo hann hefði eitthvað í sig og á, og svo látið hann eiga sig. Hvað skorti þá? Þá skorti kœrleika Krists og trú á kraft Krists. Mikið er prédikað um kærleikann á vorum dögum. Og því verður ekki neitað, að mikil hluttekning er sýnd oft og einatt og mikið gefið. En hvað eru það margir af þeim, sem njóta þessa kærleika, sem spretta upp og ganga rakleitt inn í helgi- dóm guðs til að lofa hann og þakka honum fyrir alla hluti í nafni drott- ins vors Jesú Krists? Guð einn veit það, en þeir sýnast vera alt of fáir. Munaðarleysingj- arnir eru miklu fleiri, menn, sem stynja undir byi’ði lífsins og hafa engan þrótt lil að hjálpa sér í lífs- ins slríði. Orsökin er augljós. Huggararnir eru kraftlausir. Þá vantar trúna á kraft Krists og kærleika hans; þeir lifa ekki sjálfir í stöðugu bænar- samfélagi við frelsara sinn. Þeii- geta eldci varpað áhyggjum sjálfra sín til drottins, og þá er ekki von,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.