Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1908, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.05.1908, Blaðsíða 1
BJARMI == KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = II. ái 'JL Reyk|avík, 1. maí 1908. 10. tbl. »/ nafni Jesú Kris/s frá Nazaret, pá gakk pú«. Post. 3, 6. Kraftur Krists kærleika. (Post. 3, 1—10). Margir af þeim, sem gengu inn í helgidóminn, til þess að biðjast fyrir, hafa víst árum saman gengið fram hjá vesalings halla manninum, sem daglega var lagður við dyr helgi- dómsins, til þess hann beiddist ölm- usu af þeim, sem gengu inn. Og líklega liafa þcir gefið honum ein- hverja ölmusu við og við, en síðan gengið inn og heðisl fyrir. En halti maðurinn var haltur eftir sem áður. En svo ganga tveir menn inn í musterið, sama erindis og hinir. Halti maðurinn sér þá og hiður þá ölmusu. Og þeir standa við og horfa á hann háðir saman. Þessir tveir menn voru hinirsönnu bænarinnar menn. Þeir höfðu verið með Jesú frá Nazaret. Þeir höfðu verið sjónarvottar að kærleika hans við halla menn, hæði við dyr helgi- dómsins og annarsstaðar, Þeir eru fullir af anda Krists og kærleiki lians knýr þá lil að hjálpa þessum nauð- stadda manni. Þeir eiga livorki silf- ur né gull, en þeir vita, að þeir geta gert hann alheilan með einu orði í nafni Krists, því hann hafði sagt: »Hvers þér hiðjið föðurinn í mínu nafni, það mun hann veila yður«. Þeir vissu, að kærleika Iírists fylgdi líka kraftur hans. Og svo segja þeir við halta manninn: »Líttu á okkurk En hann starði á þá í þeirri von að fá eitthvað hjá þeim. Hann vissi, að þeir höfðu verið með Jesú frá Nazaret, sem hafði læknað svo marg- an haltan mann. Það má skilja, að þetta ávarp þeirra haíi’ vakið hjá honum vonir um, að þeir hefðu eitlhvað af liknarkrafti Jesú. Hin innilega hluttekning, sem hefir lýst sér í ávarpi þeirra, gat hal'a vakið hjá honum það traust til þeirra. Hann horfir íastar á þá, en nokkurn annan, sem inn hafði gengið, eins og hann búist við meiru en venjulegri ölmusugjöf af þeim. Og þeir vita, hvað þeir hafa og geta gefið honum. Þeir höfðu kraft Krists; þeir vissu, að þeir voru fátækir, en gátu þó auðgað marga. Og þá segir Pétur: »Silfur og gull á ég ekki, en það, sem ég hefi, það gef ég þér: I nafni Jesú Krists frá Nazaret, þágakkþú!« Og þá gerðist það, sem alla furðaði á og öllum þólti ómögulegt: »fætur hans og öklar urðu styrkvir og hann spratt upp og slóð og gekk«. Síðan fer hann með þcim inn i helgidóm- inn og gengur um kring og hleypur og lofar guð. Og alt fólkið horfði á. Þeir, sem á undan höfðu gengið inn í musterið, hafa ekki hal’t hjart- að svo fult af kærleika Jesú eða þvílíka trú á krafti hans, eins og Pétur og Jóhannes. Þeir hafa heldur

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.