Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1909, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.05.1909, Blaðsíða 5
13 J A R MI 69 skeið þá trú, að uppi í öræfum, uppi í sjálfum jöklunum, lægju gróðursælir og fjölbygðir dalir. Það varð nú ekki hvers manns hlutskifti að finna þá, þessa dali. En þeir áttu nú að vera til engu að siður og menn skemtu sér við það í harðindunum að láta sig dreyma um dýrðina þar og segja svo hver öðrum draumana sína. Nú blöskrar oss trúgirni þessara feðra vorra og hlægjum dátt að lijá- trú þeirra. En — »sjálfan sækir háðið heim«, segir máltækið. Hin »sólsæknu« börn vorrar upplýstu aldar hafa líka sina hjátrú, sem er engu síður brosleg en hjátrú feðranna, þau eiga sér líka sina sæludali i öræfum og margir af samtíðarmönnum vorum eiga þar lieima i anda. Þeir dalir liggja nú ekki uppi í öræfum íslands, heldur í öræfum þeim, sem hinn mikli og drambsami »mannsandi« er að kanna og hefir verið að kanna nú á síðustu öld. Hvaða dalir eru nú þetta? Það er nú fyrst og fremst Fram- sóknardalnrinn. Þar stendur ekkert á stöðugu; þar er kallað að öllu fleygi fram, af því að afturförin er líka kölluð framför. Guð sjálfur er ekki óumbreytanlegur þar; hann er nú ekki eins heilagur og r.éttlátur eins og hanji var i fyrri daga, heldur likari mönn- unum að umburðarlyndi og frjáls- lyndi. All af eru dalbúar að leita sannleikans, en aldrei komast þeir að neinni fastri niðurstöðu. Hin »hærri biblíukritík« og »nýja guðfræðin hafa þar bækistöðu sína og eru að leggja grundvöllinn að hinum svo nefndu »framtíðartrúarbrögðum«, sem eiga að koma í staðinn fyrir hinn bibliulega kristindóm. En þau komast aldrei á laggirnar, því að botninn vantar í þau, þó að alt af sé leitinni haldið áfram. I einu orði sagt: »Guð og menn og alt er orðið breytt og ólikt því, sem var í fyrri daga«. Alt hátterni dalbúa er í samræmi við trú þeirra. Það, sem þeim er sannleikur í dag, rífa þeir niður á morgun. I dag eru þeir uppi í há- tindum, en á morgun »lirapa þeir klett af klett og komast ofan ágrundir«. Þessa framför niðnr ú við telja þeir jafnsjálfsagða og liina og samboðna hverjum manni, sérstaklega mentuð- um mönnum. Þeir kalla það frjálsa rannsókn og ekkert annað. — Það er ekki á vísan að róa, þar sem þeir eru, i neinu lilliti. Þeir eiga ekkert heimilisfang stundinni lengur, hvaða málefni sem þeir hafa með höndum. Svona reynast nú pessi sólsæknu börn upplýsingarinnar og tízkuvísind- anna. Þau stefna á sól að vísu, frá morgni til kvelds, en koma þá aftur á slóðina sína. Annar dalurinn er Sniltingadal- urinn. Þar ræður fyrir sú helga vætt- ur, sem heitir Snild, skilgetin dóttir mannsandans. í þeim dal má ekkert finnast, sem ekki sé með snildarhrag. Þar leggja menn alt sitt á altari snild- arinnar. Trú manna verður þarlíka að vera með snild, og þeir af dalbú- um, sem ekki hafa varpað kristin- dóminum algerlega fyrir borð, kalla Ivrist sjálfan »trúsnilling« og segja það sé eini sáluhjálparvegurinn að ná honum í þeirri snild, því enginn hafi »trúað á guð« eins og hann af mann- anna börnum. Hann er þar ekki lengur »höfundur og fullkomnari trú- arinnar«. En eins og trúin verður að vera með snild, þ. e. með mannlegu sniði, því að enginn hefir heyrt talað um snild guðs — svo verður alt annað að vera. Mikið er talað um sannleilcann í þessum dal, eins og framþróunar- dalnum; allir eru þeir »sannleiksvinir« sem þar búa. En — af því að snild-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.