Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1909, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.05.1909, Blaðsíða 1
 BJARMI RRISTILEGT HEIMILISBLAÐ HLárg, Reykjayík, 1. maí 1909. 9.-10. »Sá scm kennir, kenni eins og guðs orð!« 1. Pét. 4', 11. Góðir kennimenn. Allir vilja hafa góða kennimenn sem annars vilja nokkra presta hafa. Þegar prestskosningar fara í hönd, þá spyr hver annan, hvað honum sýnist um kosti umsækjendanna. Og hvaða kostir éru það þá, sem venjulega bera fyrst á góma? »Gerir hann góðar ræður? Er hann skemtilegur fyrir altarinu?« munu jafnan vera fyrstu spurningarnar, en þó er ræðulistin melin meira afflest- um. Gerir hann góðar ræður?« Hvað kallar almenningur góðar ræður? Er ekki ómaksins vert að gá að því. Það er kölluð góð rœða að efni til, ef presturinn gerir sér mikið far um að útmála dygðir og lesti. Þegar hann talar um dygðirnar, þá eru nú allir í sjöunda himni og þykjast þar Jinna bein af sínum beinum. Prédik- unin um lestina lætur líka vel í eyr- um dygðugra manna; hún nær ckki til þeirra, Hann talar máske um á- girndarseggi, en þeir eiga ekki heima i söfnuðinum hans, heldur í öðrum söfnuðum, nema: ef vera kynni einn og einn á stangli og »þeir eiga þá l'yrir því«, segja menn. Til þess að þessi ræða geti heitið góð, þarf líka helzl að skreyta hana með íburðarmiklu orðfæri og skáldlegum líkingum og beia hana fram sköru- lega. Það heyrir til í ræðustýl, að láta hverju atriðisorði fylgja heilan hóp af lýsingarorðum. Það sakar ekki, þó að þau séu flest eða öll sömu merkingar og allra sízt í líkræðum. Blessað móðurmálið okkar á svo mik- ið af þess konar orðum. En áherzl- an á hverju slíku orði á að fara vax- andi og vera mest á hinu síðasta. Samlíkingarnar eru vel þegnar, en þó mega þær hvorki yera of hvers- dagslegar né of nærgöngular. Einu prestsefninu við prestaskól- ann hér, varð það einu sinni á í próf- ræðu að líkja trúarlífi ahnennings við »Saltvíkurtýru«, Þetta þótti hneyksl- anlega ótíguleg og hversdagsleg sam- líking. Beztar þykja samlíkingarnar, ef þær koma hvergi nærri tilheyrendunum, Það hneykslar t. d. ekki þó að prest- ur útmáli blóm og sólaryl sumarsins í svartasla skammdeginu eða kulda ogklaka vetrarins ummiðsumarsleytið. Það er eins og almenningi geðjist bezt að öllu því, sem fjarst er, en finnist alt verst, sem næst er. Verið getur, að þetta eigi að nokkru rót sína að rekja til eymdarára þjóð- arinnar, því að þá varð henni svo tamt að líta til baka, til liðinnargull- aldar og þreyttist aldrei á að heyra sagt frá henni. Mörgum hættir við að lifa enn í þeim draumum. En mestu mun þó valda um þetta framanskrifaður prédikunarháttur. — Hann er arfur frá skynsemistrúaröld- inni á öndverðri 19. öld og er hann aftur að glæðast meðal vor.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.