Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1909, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.05.1909, Blaðsíða 8
72 B J A R M I. andi hagkvæmum tækifærum og ó- væntum náðarríkum bænlieyrslum, og ljós andans gerir jafnvel halta bein- ingamanninn við hliðið djTÖlegan. (Framh.). J. I Elín Kristín Einarsdóttir. Fædd á Hunkubökkum 2G. ágúst 18G8. Brann inni við við húsbruna í Reykjavik páskadagsnóttina 1909. Itústir auðir eftir standa, Áður par sem gleðin bjó, Frá þeim upp til lifsins landa Lögð var brautin fögur pó, Er á loga lýstum vegi ,Leið pín sál á páskadegi Burt úr heimsins harmadal Heiðan upp í dýrðarsal. Eftir mædd nú móðir þreyir. Mjög var pung hin sára raun. Dýrðarvon pó andinn eygir Og hin björtu sigurlaun; Jesús vanu þau vinum sinum, Veitir hann pau anda þinum; Það er von er veitir frið, Veiku lijarta styrk og lið. Systkin bera sorg í hjarta, Systir varstu þeim svo góð, Mynd pau eiga’ og minning bjarta, Mikla fró á harmaslóð: Alt til góðs pú vildir vinna, Varst pvi gleði allra pinna. Verk pín öll pú vanst i trygð,. Veitir það oss gleði’ i hrygð. Vertu sæl! Er sólir gyllir Sérhvern páskamorgun skær, Hún oss von og fögnuð fyllir, Fögru skini á leiðið slær; Jesús reis af dauðadvala, Dýrð hann gefur liiminsala Þeim er trúir; pungt varð hel Þér, en lífið sælt. Far vel! Fr. Fr. Páll. Saga eftir N. P. Madsen. (Framh.). „Hvað áttu að segja? — pú átt að segja — þú átt að segja eitthvað“. „Jæja, þá ætla eg að segja, að við ættum að sjá manninn, áður en við göngum af göflunum". „Áður en við göngum af göflunum — hver er að ganga af göflunum, Berta?“. „Mór sýnist þú vera að því“. „ Á sýnist þér það ? En sýnist þér þá ekki líka, að það sé meira en fárán- legt þetta altsáman, að, að —?“ „Að hvað?“ „Að heimilið okkar skuli verða fyrir þessu — þessu, sem sumum getur verið nógu gott, en sem eg held, að aldrei hefði þó átt að komast inn á okkar heimili; það er það, sem eg á við“. „Hvers vegna þá, Lúðvig?11 „Hvers vegm3?“ Eg hélt eg þyrfti nú ekki að segja þér það — að minna þig á það. Vegna — já, hvað á eg að segja — vegna stöðu okkar — mentun- ar okkar — vegna samblendni okkar við aðra o. s frv. Gamla konan kallaði sér aftur á bak í stóinum, tók gleraugun og setti þáu með mestu viðhöfn á nefið, og leit svo í kringum sig í herberginu stundarkorn, eins og hún væri að grandskoða eit.t- hvað. Þetta var alt af hennar vani, þegar hún ætlaði að segja eitthvað, og hafa mikið við. Að því búnu tók hún gleraugun af sér aftur með sama við- hafnarbragnum og mælti með þykkju- svip: „Lúðvig, eg lít nú svo á, að þú sórt nú einmitt sjálfur búinn að gleyma „stöðu okkar og mentun", eins og þú komst að orði, því að menn í okkar stöðu og með okkar uppeldi ættu ein- mitt að skilja þess háttar tilbrigði, sem hér er um að ræða, eða vera að minsta kosti upp úr þvi vaxnir, að gera mikið

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.