Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1910, Síða 8

Bjarmi - 15.06.1910, Síða 8
96 B JARMl daglega umsjón með, með frábærri snild. Líknarstarf hans er kunnugt um öll kristin iönd, og Þýzkaland harmar hann einum rómi. Almenntir kristiiihoðsfiiiidiir verður hald- inn í K.höfn. 6.-8. september í sumar, sömuleiðis fyrir öll Norðurlönd — nema Hk- lega Island. Frá Svíum. nEvangéliska Loslerlands SlijlelseiH, eða heimatrúboðsfélagið svenska, sem jafnframt rekur kristniboð, hefir átt í al- varlegri innbyrðis baráttu út af biblíukrítíkinni undanfarin 2 ár, og er óséð enn, hvernig henni lýkur. Aðalupptökin voru þau, að fé- lagið gaf út bók eftir Kolmodin háskólakenn- ara, sem þótti hallast of mjög að efasemda- stefnunni, og vakti andmæli. Stjórn félags- ins lýsti því þegar í stað, að sér væri fjarri skapi að útbreiða biblíukrftík, en vildi þó hinsvegar ekki að fulltrúafundur félagsdeild- anna færi að lýsa neinni vanþóknun á út- gáfu bókarinnar, eins og andmælendur fóru fram á, þvf að þá mttndi Kolmodin segja sig úr stjórninni, en hann hafði mörg ár stutt rnjög kristniboðsstarfið, bæði í ræðu og riti, veitt kristniboðsskóla félagsins forstöðu, og kom heim skömmu fyrir aðalfund í fyrra úr eftirlitsferð unt kristniboðsstöðvar Svia í Suð- urálfunni. — Auk alls þessa hefði hann alls ekki flutt neina krftfk í bók sinni — Það var þvf mjög skiljanlegt, að mörgum ungum og gömlum starfsbræðrum Kolmodins þætti súrt f brotið að missa hann úr hópnum og deilan á fundinum í júní í fyrra yrði bæði um mann- inn, sem allflestir höfðu treyst mjög vel til skamms tíma, og um málefnið eða stefnuna, sem sárfáir vildu verja, Atkvæðagreiðslan fór svo, að samþykt var með 133 atkv. gegn 113 að gjöra engar að- finningar út af útgáfu bókarinnar, en minni hlutinn undi þvf illa og Wadström prestur, sem setið hefir í stjórn félagsins um 50 ár, sagði sig þegar úr stjórninni; hann kvaðst „heldur kjósa að missa beztu menn, en hin minstu ritningarorð". Deilan hélt áfram út um landið, þótt fé- lagsstjórnin reyndi að miðla málum, og snemma í vetur kom Kolmodin með hand- rit í nýja bók, sem stjórn félagssins vildi ekki gefa út, þótti þar farið oflangt, enda kvaðst framkvæmdarstjóri bókaverzlunarinaar fara, ef þessi nýja bók væri gefin út af „Fosterlands Stiftelsen". — En þá fór Kolmodin úr stjórn- inni. — Nú bjuggust margir við að deilunni mundi lokið, og félagsstjórnin bannaði starfs- mönnum sínum að útbreiða blöð og deilurit um málið og nefndi þá Facklan og Viiktaren og síðustu bók Kolmodins o. fl.-------- Þetta „forboð" hafði önnur áhrif en ætlað var, það var talið ófrjálslegt, skaðlegt og enda hlutdrægt, og 10. marz í vetur gerði minni hlutinn samtök um félagsstofnun til þess að : 1.) sporna gegn útbreiðslutilraunum biblfukrf- tíkurinnar innan „Fosterlands Stiftelsen", 2.) út- breiða andmælarit gegn krítfkinni, 3.) láta halda trúvarnarræður, þegar þörf krefur, 4.) verja og styðja þá, sem verða fyrir óþægind- um og ofsóknum vegna þess, að þeir treysta óskeikulleika ritningarinnar".-----Aðvaranir stjórnarinnar gegn þessurn samtökum hafa helt olfu i eldinn, svo að útlitið er ekki golt, hvernig sem fara kann á aðalfundi félagsins, sem verið er að halda um þessar mundir, S. Á. Gíslason. Til kaupendanua. Kæru vinir! Með þessu tölublaði Bjarma er 4. árgangurinn liálf'iuiður, og þó fjárhagur blaðsins sé þröngur nú, þá vonum vér, að sumarið greiði úr þvf, eins og öðrum vanda, þvf að nú fer gjalddagi blaðsins 1- júlí í hönd. Nú er afaráríðnnili fyrir framtíð hlaðsins, að þér, kæru kaupendur, greiðið nú andvirði þess svo íljótt sem auðið er; ef þér gjörið það, þá er öllu borgið að þessu sinni. Vinir' inálefnið, sem blaðið styður til sigurs, bíður nú átekta yðar f næsfn mániiði. Takið nú einu sinni á þvf mjúkum höndttm, þvf að það er bcztíl málefui hverrar þjóðar og hvers einstaks manns. Blessun guðs streymi yfir ykkur í sumar og alla þá, sem ykkur er ant um, til sjávar og sveita! Rilslj. Bjarma. Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavík. Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Káraslíg 2, Reykjavík. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Lækjargölu 6. Preiitsmiðjan Gutcnbcrg.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.