Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1911, Síða 1

Bjarmi - 01.08.1911, Síða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ V. arg. Reykjavík, 1. ágúst 1911. 15. »Eg er mcð pér til að /relsa pigu. Jer. 15, 20. Hannes byskup Finnsson. Hann var sonur Finns Jónssonar, síðar byskups í Skálholti, fæddur 8. maí 1739 í Reykholli, því þá var faðir hans prestur þar. Hann gekk á Skálhollsskóla 1753, og sigldi að loknu námi þar til Hafn- ar og tók þar em- bættispróf 1758. — Síðan tók hann að leggja stund á ís- lenzka fornfræði og sögu og voru það honum kærustu fræðigreinarnaralla æfi síðan og hlaut liann mikið lofbæði innan lands og ut- an fyrir ritgjörðir sínar í þeim fræði- greinum. Hannes var eink- ar þjóðrækinn maður og vann sér snemma traust og fylgi landa sinna, af því hann hafði náð hylli stjórnar og konungs og fékk ýmsu á veg kom- ið landsmönnum í hag; en þá var ekki annarstaðar ásjár að leita en hjá konunginum og stjórnarráðum hans. Skúli íógeti var um þessar mund- ir í hlóma sinum og harðist djarft gegn verzlunareinokuninni og fyrir viðreisn atvinnuveganna hér á landi og honum fylgdi að málum liver þjóðvinurinn öðrum betri. Hannes var einn af þeim og skáldið Eggert Olafsson. En það skildi með þessum tveimur ágætismönnum, að Eggert vildi taka upp aftur alla fornaldar- háttu í stjórnarfari, búnaðarliáttum, klæðaburði og hverju einu, en Hann- es vildi láta þjóðina leita sér fram- fara á sama hátt og aðrar menta- þjóðir í Norðurálfu. — Hannes fékkst við fornfræðina og íslendingasögur í Höfiji í margt ár og lauk meðal ann- ars við kyrkjusögu íslands, er faðir hans hal'ði rilað. En 1777 var hann vígður lil hyskups og íór þá út liing- að föður sínum til aðsloðar og 1785 tók hann við hysk- upsstörfum að fullu og öllu. -- Eftir að Hannes byskup kom út hingað, þá lél hann sér annast um það tvent, að safna til sögu landsins og fræða alþýðu um sérhvað það, er heyrði lil almennrar mentunar. Ilann var kennari með afhrigðum og koma þeir hæfileikar hans bezl í ijós i rit- um hans, ekki sízt í »Kvöldvökunum<r, sem hann ritaði fyrir »Landsuppfræð- ingarfélagið«. Engum manni honum samtímis hefir tekisl jafnvel að ná íslenzku máli undan tungurótum al- þýðunnar, eins og það var þá, enda eru »Kvöldvökur« hans l'remri llest- um eða öllum alþýðuhókum alt fram

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.