Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.04.1912, Side 3

Bjarmi - 15.04.1912, Side 3
B JARM I 59 í ljós, var ekki jarðbundið, ekki timabund ið, lorgengilegt líf, heldur bundið við him- ininn og eilífðina. Pað var óforgengilega, eilífa lffið. Sannarlega höfum vér því á- stæðu til að gleðjast, syngja sigursöngva, lofgerðar og þakklætissöngva. Og boðskapurinn, sem vér höfum heyrt, englaboðskapurinn, sem hljómaði við frels- arans opnuðu, tómu gröf, er þá einnig þessu samsvarandi. — Það var ekki löng prédikun, enda fáir tilheyrendur, nokkrar konur, sem farið höfðu árla morguns út að gröfinni, sem þær höfðu verið sjónarvottar að á föstudagskvöldið, að lokað hafði verið með stórum steini, og síðan var gröfin inn- sigluð og varðmenn settir til að gæta henn- ar alt til þriðja dags. — Á föstud. langa hafði Jesús dáið og llk- ami hans verið lagður í gröf og gröfin inn- sigluð og vandlega gætt hennar af þar til skipuðum varðmönnum. Á laugardaginn hvíldi þar líkami hans, En árla páska- morgunsins fyrir sólaruppkomu, fóru nokkr- ar konur, sem höfðu þekt og elskað Jesúm, og voru um þessar mundir í Jerúsalem, út úr borginni og gengu til grafar hans, til að líta eftir henni og veita lfkama hins elskaða meistara hinn sfðasta virðingarvott og kærleika með því að smyrja hann með ilmsmyrslum, er þær höfðu með sér haft. En þegar þær koma að gröfinni, sjá þær ■ að hún er opin, steininum, sem var næsta mikill, hefir verið velt frá grafardyrunum. Og við gröfina sjá þær engil Drottins, sem stigið hafði niður af himni og velt frá grafardyrunum hinum stóra steini og sezt á hann ofan. Utlit hans var sem leiftur og klæði hans hvít sem snjór. En varð- mennirnir skulfu af hræðslu fyrir honum og urðu sem örendir. Þannig er orðuð hin einfalda og háleita frásaga guðspjallsins um þann atburð, sem mestur og afleiðingarfkastur hefir orðið á þessari jörðu. Því að upprisa Drottins vors og frelsara er grundvallar-atriði vorr- ar kristil. trúar; þvf að hinn krossfesti, upprisni, lifandi frelsari er þunga-miðja kristindómsins. Sannarlega höfum vér því ástæðu til að gleðjast, lofsyngja á þessari dýrðlegu hátíð. — Sannarlega er hún sigur- hatíð og hátíð llfsins og ljóssins. Það er einkennilegt og sameiginlegt fyrir þessar tvær stórhátfðir kristninnar, jólin og páskana, að hin fyrsta prédikun á þeim báðum er ekki flutt af mönnum, heldur af englum himinsins. — Á jólunum boða þeir fögnuð, sem veit- ast mun öllu fólkinu, það er öllu mann- kyni, dýrð í upphæðum guði, frið á jörðu, og velþóknan yfir mönnunum. Á páskunum boða þeir upprisu frelsar- ans, og flytja hina fyrstu páskaprédikun fyrir konunum, sem komnar voru árla morg- uns til grafarinnar. — Og hvað er svo innihald þessarar prédikunar? Hún bendir oss á nokkrar órækar og fullgildar sann- anir fyrir upprisu Drottins. Fyrsta sönnunin fyrir áreiðanleik og trú- verðugleik upprisunnar er það, að hún er ekki boðuð af mönnum, sem oft getur skjátlast, heldur af vitundarvottum, sem ekki gat skjátlast, himinsins heilögu sendiboðum og sannorðu vottum. Þeir vissu, hvert er- indi konurnar áttu út að gröfinni, að þær voru að leita að Jesú, hinum krossfesta. — »Óttist ekki, því eg veit, að þér leitið að Jesú, hinum krossfesta. Hann er ekki hér, því að hann er upprisinn«. — Hann er upprisinn! — Jesús er upprisinn! Dýrð- legri boðsskapur hefir aldrei heyrst á þess- ari jörðu. — En þó að engillinn vissi, sem vitundar- vottur, að hann fór hér með sannindi, og að vitnisburður hans var órækur og full- gildur sem fullnaðarsönnun upprisuatburð- arins, þá nefnir hann þó hér jalnframt aðra sönnun, sem hann veit, að hefir meira sönn- unargildi en alt annað getur halt. Hann skýrskotar til vitnisburðar Jesú sjálfs um þetta. »Hann er upprisinn, eins og hann sagði«. — Já, eins og hann sagði •, hann sem korn í heiminn til að vitna um sannleikann, hafði sjálfur sagt fyrir upp- risu sína, og það við fleiri en eitt tæki- færi. I raun og veru er engin sterkari sönnun til fyrir upprisukraftaverkinu, en vitnisburð- ur sjálfs Jesú. Þetta, að hann hafði sjálf- ur sagt það. — Þótt engir englar hefðu opinberast við upprisu Krists og ekkert vottast, þótt Jesús hefði engum opinberast eftir upprisu slna, þá hefðum vér samt

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.