Bjarmi - 01.05.1912, Blaðsíða 5
B .1 A R M I
«9
um kristnum trúarflokkum kemur sarnan um
það, sem í játning þessari stendur. Hún er
öll samhljóða nýjatestamentinu, þótt það tali
meir um sum atriði liennar en sum, tali t. d.
meir um ptnu, dauða, upprisu og endurkomu
Krists, en sumt af hinu sem hún nefnir".
Er svo minnst á hvað æskufélögin eigi að
gera til þess að efla trúarlífið. Sagt meðal
annars: „Æskufélög vor ættu nú að halda
áfram með að gjöra kristirmdómsmálið að
einu aðalmáli s(nu, þau ættu, meðal annars,
að byrja hvern fund sinn, að minnsta kosti
alla stærri fundi stna, með einhverri guðrækni.
Til dæmis: húslestri, sálmasöng, biflfulestri,
ræðuhaldi, bænagerð; einhverju einu af þessu
eða fleiru, eftir því sem nú á stendur og hver
er upplagður fyrir, Ekki þarf að taka lang-
an tíma til þess, io—15 mlnútnr ( hvert skipti.
Eitt af ungmennafélögunum „Aftureld-
ing" í Mosfellssveit er þegar byrjað á að
fylgja ofannefndu ráði. Það fékk séra Frið-
rik Friðriksson til að halda kvöldsöng í
Lágafellskyrkju á þrettándadagskvöld, áðuren
ungmennafundurinn hófst.
Geri nú æskufélögin hin þetta, þá er það
ágæt byrjun. En ltkar séra Friðriks eru nú
svo sem ekki á hverju strái, en góðir prestar
eru víða, óg ættu félögin að geta notið að
stoðar þeirra.
„Skinfaxi" bendir oft á, hve hættulegt
kristindómsleysið yrði fyrir heimsmenninguna.
T. d.: „Misti Evrópa og Amerika trúna á
Krist, þá yrði það sú ailra voðalegasta alls
herjarblekking, sem yfir mannkynið hefði
komið. Og blekking sú eyðilegði alla sanna
andans menning. Sannkristnu mennirnir, sem
nú oftast eru þó skástu mennirnir, blekktust
þá allra mest. Og öll blekking spillir voða-
lega, gerir flesta menn annaðhvort kætulausa,
eða þá örvæntingarfulla, eða og sárreiða við
alt. Það vita þeir bezt, sem blekktir hafa
verið að marki. Annaðhvort jólaljósið
eða eilift myrkurl". Meira.
Þorvaldur Klaveness,
Kristjanlu presturinn nafnkunni, hefir, eins
og áður er minst á hér í blaðinu, alveg
snúist gegn nýju guðíræðinni. Hann skrifar
nieðal annars nýlega í »For Kirke og Kultur*
á þessa leið:
»Nýju guðfræðingarnir ættu að hætta
þessum tilraunum, til að fá Nýja testamentið
á sitt mál, heldur segja blátt áfram : »Sam-
kvæmt Nýja testamentinu, er Jesús fæddur
af meyju, og líkamlega upprisinn •, en þar
eð það kemur ekki heim við það, sem við
verðum annars varir við — eða með vin-
sælum or.ðum sagt »ekki heim við heims-
skoðun nútímans* — þá skoðum við sögur
þess rangar í þessu efni, eða að minsta
kosti vafasamar.* — — —
Frumgalli nýju guðfræðinganna er þessi:
Þeir halda, að þeir geti keypt sér sættir
við nútíðar-vísindin með haltrandi sam-
sinningu (Halve Indrömmelser). Þessarhaltr-
andi samsinningar hljóta að hafa aðrar
meiri í för með sér, samkvæmninnar vegna.
og ekki nema staðar íyr, en öllum kristin-
dómnum er fórnað. —
Menn hafna því, að Kristur hafi verið
fæddur af Martu mey. I þess stað trúa
þeir, að guð hafi haft áhrif á fóstrið í
móðurltfi konu Jósefs, og hafi það við það
orðið fyrir fram fært til þess lífsstarfs, að
verða opinberun guðs, miljónum til hjálp-
ræðis.
Trúnni, á líkamlega upprisu Krists, er
hafnað. En því er trúað, að andi hans
hafi sigrað dauðann, og lifi í guð-
legri dýrð, og starfi með guðlegum krafti,
miljónum manna til hjálpræðis. Með öðr-
um orðum: Yfirnáttúrlegum áhrifum guðs
á náttúruheiminn, er haínað, en áhrifum
hans í andans heimi, er trúað, enda þótt
þau séu þar jafn-yfirnáttúrleg. í raun og
veru byggja menn á þvf, að orsaka lög-
málið sé órjúfandi í náttúruheiininum, en
í andans heimi sé það brothættara, þar
megi rjúfa það. En er þetta ekki hálf-
velgja og stefnuleysi, sem óhttgsandi er að
standist lengi ?
Ut af máli síra Arboe Rasmussens, sem
vakið hefir miklar deilur í Danmörku með
skynsemistrú sinni, skrifar Klaveness og í
sömu átt, og segir meðal annars:
En það verður að standa óhaggað : Eng-
um presti leyfist að hafna opinberlega eða
ráðast á trúarjátninguna, eða nokkurt átriði
hennar. Það væri ósætnilegt brot, bæði
gegn embættisaga og sannleiksást. Er það
ekki brot gegn embættisaga, og er það
ekki brot gegn sannleiksást, að presturinn
standi annan daginn við skírnarlaugina og