Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1919, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.03.1919, Blaðsíða 2
34 BJARMÍ presturinn, jeg hefi ekkert nýtt a£ boða þjer. Jeg ætla að eins að lesa fyrir þig ræðuna sem jeg hjelt í dag. Fyrst ætla jeg að lesa textann: »En hann var særður vegna vorra synda — —« »Biddu við«, greip sjúkling- urinn fram í, »jeg skil það, lestu ekki meira. — Hann var særður vegna minna synda«. Skömmu síðar dó hestamaðurinn og gat þá þakkað Guði fyrir rjettlæt- ið i Kristi, Þegar jeg heyrði þessa frásögu, datt mjer i hug Arkimedes, sem hljóp úr baðinu gegnum göturnar í Sirakúsu, er liann hafði uppgötvað aðferð lil að rannsaka hvort gullkóróna kon- ungs var ósvikin. Pá lirópaði hann án afiáts:' »Jeg hefi fundið það! Jeg hefi fundið það!« Veslings vísindamaður, þú fanst að eins nýja aðferð í vísindunum. En hamingjusami hestamaður, þú fanst í Jesú Kristi hjálpræði sálu þinní. Að eðli voru og i líferni voru er- um vjer allir syndarar, — allir »dauðir vegna afhrota vorra og synda — allir upphlaupsmenn gegn Guði«. Og »laun syndarinnar er dauði, — eilíf útskúf- un frá Guði. En vegna takmarka- lausrar elsku sinnar til fallins mann- kyns boðar Guð oss fyrirgefning synd- anna og eilíft líf, ef vjer að eins trú- um á Jesús Krist son hans, er leið og dó að vjer skyldum lifa. Vjer er- um hólpnir ef vjer að eins treystum honum algjörlega, og hvílum í hon- um sein fullgildri fórn fyrir syndir vorar, sem borgunar- og staðgöngu- manni vorum. »Af náð«, skrifar Páll postuli, »eruð þjer hólpnir orðnir« — af náð Guðs og miskunnsemi. — »Af náð« endurtekur hann, »eruð þjer hólpnir orðnir fyrir trú«, — fyrir trúna á kraft hinnar tullkomnu frið- þægingarfórnar Krists. Skilyrði þess að þjer getið hólpnir orðið er að eins eitt, skilyrði það að þjer væntið einskis af sjálfum yður og verkum yðar, en væntið alls af hjálprœdisverki Krists. Pangað til þjer sjáið þennan mikla sannleika, ganga sálir yðar á vegum myi kurs og dauða. Ekki alls fyrir löngu las jeg um námumanti nokkurn. Hann var á gangi gegnum mikla og hæltulega námu, — i einuin hinna miklu neð- anjarðar-bæja Englands. Alt í einu sloknaði á lampanum sem liann bar í hendinni. Hann þreifaði sig áfram í myrkrinu hræði- lega til að leila sjer útgöngu en á- rangurslaust. Að lokum ljet hann hugfallast vonlaus um að sjer yrði lífs auðið. Að lítilli stundu liðinni sá hann Ijósglætu langt burtu. — Var það tóm blekking eða veruleiki? — Ljósið nálgaðist og að vörmu spori var inaðurinn kominn sem var að leita að honum. Þannig mun einnig faia fyrir þjer ef þú á leiðinni gegnum myrkraheim syndarinnar linnur og kannast við að þú ert glataður, og hefir enga von um að geta umílúið komandi reiði. Jesús, sem með sífeldri árvekni leitar hins glataða til að frelsa það, mun þá koma til þín og verða ljós þitt og líf. Hann sem er ljós lífsins, ljós heims- ins, »vegurinn, sannleikurinn og lífið«, hann er nú að leita að þjer. Kærulausi syndari, sem með drembi- læti þínu og sjálfstrausti útilokar kær- leika Guðs frá fylgsnum sálar þinn- ar, Jesús segir til þín: »Sjá jeg stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun jeg fara inn til hans og neyta kvöldverðar ineð honum. Opinb. 3, 20. Hugsaðu þjer hve mörg ár hann hefir orðið að standa fyrir dyrum þínum vegna andvaraleysis þíns. — Hann sem kom frá himni til jarðar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.