Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1919, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.03.1919, Blaðsíða 5
BJAftMl 37 Samvinna og samdráttur. Úr tveim áttum kveða við raddir um meiri samvinnu og umburðar- lyndi í trúmálum. Ritstjóri Tímans skorar á þjóð- kirkju vora að veila guðspeki og andatrú fult slarfsfrelsi innan sinna vjebanda og vera í samvinnu við þær stefnur engu síður en við K. F. U. M„ og gefur í skyn, að reynist hún ekki nógu rúmgóð i þeim efnum, geti svo farið, að það verði henni að aldur- tila. Býst hann auðsjáanlega við að guðspekismenn verði áhrifamenn í þingi og stjórn innan skamms og Wuni þá sýna þjóðkirkjunni lítið frjálslyndi, ef hún neiti þeim um samvinnu. Ritstjóri Norðurljóssins heitir á hinn bóginn á heimatrúboðið og Hjálpræðisherinn og alla, er vilja vinna að kristilegri trúarvakningu á voru landi, að vera samtaka og sýna hverir öðrum drenglyndi og sann- 8>rni í starfinu. Margt hefir hann að athuga við framkomu Hjálpræðis- hersins á Akureyri, sem Bjarma er alveg ókunuugt um og skiftir sjer ehki af. Ekki er hann heldur vel ánægður með Bjarma, telur hann >>orðinn all-auðsveipan við nýguðfræð- lnginn í biskupsstólnum og hefir heiiið honum samvinnu«, segir Norð- nrljósið. Margt hefir ritstjóri Bjarma við l>etta að athuga, en þykkjulaust skal það vera, enda sæmir sist annað, þar setn vjer teljum báða fyrnefnda rit- Mjóra góðkunningja vora. Vjer lítum svo á og þykjumst hafa s^nt f verki, að hve nær sem vjer eig- UtT1 oitthvert áhugamál, þá beri oss að vera í samvinnu við alla, sem Sanimála eru oss í því máli um öll nðalatriðin, enda þótt ágreiningur kunni að vera vor á milli um önnur mál. Má þar t. d. nefna bindindis- og áfengisbannsmálið; að því getum vjer vel unnið með andstæðingum vorum i trúmálum og stjórnmálum, sjeu þeir sjálfir samvinnufúsir bannmenn. En komi einhver andbanningur til vor og segi: »Við skulum vinna saman í áfengisbannsmálinu, því að báðir er- um við sammála uin að ofdrykkja eigi að hverfa, og það er aðalatriðið, þótt jeg sje mótfallinn bannlögunum og vilji helst koma á hófsemdar- fjelögum«, — þá svörum vjer alveg hiklaust: »Nei, i þvi máli gelum við ekki unnið saman, því að oss greinir svo mjög á um leiðirnar að takmarkinu, útrýmingu drykkjuskaparins, og jeg held meira að segja, að þin aðferð sje skaðleg og stefni frá markinu, svo að við sjeum alls ekki á sömu leið »sinn hvoru megin við vörð- urnar«. Viljir þú á hinn bóginn vera mjer samlaka um að berjast gegn saur- lifnaði eða bæta úr fátæktarböli ein- hverra, þá er velkomin samvinna min þar«. — — En með þessari samlikingu eða dæmi höfum vjer jafnframt lýst af- stöðu voiri, og sjálfsagt margra ann- ara innan þjóðkirkjunnar, gagnvart guðspeki og andatrú. Oss er það engan veginn nóg, þólt þeirra menn komi og segi: »Vjer erum allir sam- mála um að reyna að gjöra fólkið trúhneigðara og betra«. Þvi að skoð- anir vorar á persónu Jesú Iírists og hjálpræðisverki hans mönnum til sálu- hjálpar eru svo gagnólíkar, — auk margs annars ágreinings, svo sem'umTnarg- ítrekaða endurholdgun, og að leita frjetta af framliðnum, — að veruleg samvinna um trúmál getur ekki átt sjer stað, nema aðrir hvorir beygi sig

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.