Bjarmi - 01.03.1919, Blaðsíða 6
38
BJARMI
alveg fyrir hinum eða hvorir tveggju
breiði yfir skoðanir sínar og láti sjer
nægja almenn og óákveðin orðatil-
tæki, sem áhugaleysinu einu getur
líkað.
Vjer trúum því, að það sje alveg
salt, sem Jesús sagði: »Enginn kemur
til föðursins, nema fyrir mig«, og að
hann sje þvi ekki einn af mörg-
um jafnsnjöllum mannkynsfræðurum,
heldúr eini mannkynsfrelsarinn. Og
að maðurinn geti ekki eignast fyrir-
gefningu synda sinna nje örugga vissu
um sáluhjálp, nema með því að auð-
mýkja sig fyrir Kristi og treysta al-
gjörlega hjálpræðisverki hans. Og að
hver sem andmælir því í orði og
verki, sje að vinna gegn Guðs ríki á
jörðunni, og aðferð lians sje jafn-
skaðleg sönnum kristindómi, sein að-
ferð hófsemdar-andbanninga i bind-
indismálinu.
Frá þeirra sjónarmiði getur sam-
vinna við oss heldur ekki verið æski-
leg, nema þeir búist við að vjer
munum þá síður vara við kenning-
um þeirra og þeir eignist við það
fleiri fylgismenn, því að þeir segja
að kristin kirkja hafi ekkert að bjóða
nema »moId úr gróðurlausu llagi«.
»Stofnfundarræðurnar« alkunnu
voru heldur ekki i neinum samvinnu-
anda.
Þess vegna er margfalt eðlilegra
að hvor flokkur starli út af fyrir sig, og
þeir hljóta að gera það alstaðar, þar
sem meiri hluti fólksins er ekki alveg
áhugalaus og skoðanalaus í þessuin
efnum.
Frá voru sjónarmiði á jb/óðkirkja
vor fátæklegar framlíðarhorfur og
naumast lilverurjett, ef trúmálahræri-
grauturinn innan liennar fer vaxandi
úr þessu og allflestir meðlimir henn-
ar láta sig litlu skifta, þótt launaðir
starfsmenn hennar flytji gagnólíkar
kenningar, skifti ef til yill um trúar-
brögð annaðhvort ár og telji hvorir
aðra villutrúarmenn eða moksturs-
karla í moldaiflagi. Það er ekki ann-
að en algjört trúmálahirðuleysi meiri
hlutans, sem lætur ríkissjóð borga
kennimönnum til að ríl’a niður kenn-
ingarnar livorir fj'rir öðrum.
Við Norðurljósið iná geta þess, að
Bjarmi getur vel fallist á tillögur
þess í desember um sanngirni i starf-
inu, og enda þótl lengra væri farið,
því að vjer eruin í þeim efnum á
sömu skoðun og vjer tókum fram i
10. tölubl. f. á. og Norðurljósið getur
um. En á hinn bóginn telur ritstjóri
Bjarma það ekki rjett, að Norður-
Ijósið hagi orðum sinum svo, að
ókunnugum geti ekki skilist að Bjarmi
sje farinn að slaka til gagnvail nj'ju
guðfræðinni af auðsveipni við biskup.
Blað vort hefir alveg sömu skoðun
á henni og áður. En þar eð nýguð-
fræðingarnir hafa ekki verið neilt
áleitnir undanfarið ár, höfum vjer
talið Bjarma hafa mörg hrýnari um-
talsefni en árásagreinar gegn þeim.
Og að þvi er dr. Jón Helgason biskup
snertir sjerstaklega, þá hefir hann
sýnt eldri stefnunni og hennar mönn-
um svo mikla sanngirni síðan-liann
tók við biskupsembætti, að vjer
teldum það beinlínis rangt, að láta
blað vort ráðast gegn honum að
fyrra bragði. Auk þess eigum vjer
ýms sameiginleg áhngamál við hiskup
i kirkjulegum efnum, svo sein að
vara við öfgum guðspeki og anda-
trúar, koma á nánari kynnum og
samvinnu við kirkjur frændþjóða
vorra á Norðurlöndum, bæta kjör
presta og auka álniga þeirra o. fl.,
og teldum því ærna þröngsýni, ef vjer
ljetum ekki blað vort styðja hann í
þeim máluin eftir föngum, hvað sem
öðrum ágreiningsmálum liður.
Vjer vinnum að bindindismálinu
með spiritistum og guðspekingum