Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1919, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.03.1919, Blaðsíða 3
BJAR MI 35 til að frelsa þig úr fjötrum Salans, með þvi að gefa sinn syndlausa lik- ama i dauðann, svo að þín synduga sál skyldi lifa. Ó hleyptu honum inn tafarlaust, nú á þessari stundu, taktu við hjálpræðinu dýrðlega sem hann býður þjer, og lilðu glaður í trúnni á son Guðs. Ef þú gjörir það ekki nii, getur skeð að það verði síðasta köllunin sem kemur til þín, — sið- asta skifti sem hann knýr á dyr hjarta þins, — síðasta skifti sem hann býður þjer fyrirgefning og frelsi frá skelting eilífa dauðans, — síðasta skifti sem hann býður þjer gleðina óumræðilegu — dýrð eilífa lífsins. »Og eins og Móse hóf upp högg- onninn á eyðimörkinni, þannig á manns sonurinn að verða upphafinn til þess að hver sein trúir á hann glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Því að eklti sendi Guð son sinn í heim- inn til þess að liann skyldi dæma heiminn, heldur til þess að heimur- inn skyldi frelsast fyrir hann. — Sá sem trúir á hann dœmist eklci — Sá sein ekki trúir er þegar dæmdur. því að hann hefir ekki trúað á nafn Guðs sonarins eingetna«. Joh 3, 14—18. »Þó að syndir yðar sjeu sem skar- lat, skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær sjeu rauðar sem purpuri, skulu þær verða sem ull«. Jes. 1, 18. »En ef vjer játutn syndir vorar, þá er hann trúr og rjettlátur svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti«. I. Jóh. 1, 9. » — blóð Jesú sonar lians hreins- oss af allri synd«. I. Jóh. 1, 7. Otafur Ólafsson, trúboðsnemi, pyddi. * Ur djúpinu. Eftir síra Hornbeck í Fredericiu. Árum saman hafði hann dvalið á bak við gaddavírsgirðingarnar, en var nú loksins kominn til Dan- merkur. Það var sár hrygðarsvipur á unga andlitinu hans þegar hann fór að segja mjer frá æfi sinni og því er hann þurfti að þola og reyna í ó- friðnum, — það var saga um þrá og þjáningar, um heimþrá og söknuð, um sorgir og sár. Öll árin, sem hann dvaldi þar, hafði hann ekki fengið sendingar að heiman nema tvisvar sinnum. En aumast af öllu var iðju- leysið; ungir menn heilbrigðir og hiaustir höfðu ekki nokkurn skapað- an hlut að gjöra, — það var verra en allt annað! Hann hafði þó fengist eitthvað við að slátra hestum uppá síðkastið, og hann brosli við þegar hann mintist á ungan Suðurjóta, læknanema, sem var að rylja upp fyrir sjer líkskurðarfræði á hest- skrokkunum. En svo kom heimferðin, það var frjálst að fara yfir landamærin, og þá fjekk hann að sjá ástvini sína aftur. Fáum xlögum siðar kom annar Suðurjóti heim til mín. Heimilið hans var brennimerkt striðinu. Biæð- ur hans þrir, hrauslir æskumenn, voru á meðal þeirra 6000 Suðurjóta, sem' höfðu fórnað hjartablóði sínu og æskuþreki fyrir Þjóðverja. Isú hvíldu þeir allir í fjailægum, gleymdum, gröfum I Það, sem hafði stutt og styrkt báða þessa ungu menn, var lifandi kristin- dómur — barnsleg trú þeirra. Þeir voru upp aldir á dýrðlegum kristn- um heimilum, og það varð hjálpin þeirra i þrautum og margskonar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.