Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1919, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.03.1919, Blaðsíða 4
36 B J A R M I þrengingum. Jeg á brjef frá bróður þessa manns er sýnir ljóslega hversu innileg kristin trú fær borið til sigurs í sjerhverri þraut. Brjefið er yíirlætis- laust og blátt áfram, og hljóðar orð- rjett á þessa leið: »Guðs friður sje með yður! Hjart- ans þökk fyrir brjefið, það var lengsta brjefið sem jeg heíi fengið. Þjer haíið orðið að bíða lengi eftir svarinu, en kringumstæður mínar liafa ekki leyft mjer brjefaskriftir fyrri en nú, er jeg gríp meðdegislivíldarstund, sem jeg ætti eiginlega að nota til svefns, því jeg vakti í alla nótt. í gær fjekk jeg brjef frá elsku mömmu minni, hún segir mjer að þjer og aðrir góðir vinir liafi skrifað henni og auðsýnt lienni samúð og kærleika á þessum erfiðu sorgartím- um. Já, sorgin hefir enn á ný heim- sókt fjölskyldu mína, þegar M. okkar varð að láta líf sitt á blóðugum víg- vellinum. Þjer hljótið að skilja það manna best hvílíkar tilfinningar slik harma- fregn vekur í hugskotinu, að frjetla lát ástríks bróður, sem látinn er i fjarlægu sjúkrahúsi langt frá öllum sinum, þar sem engin viðkvæm móð- urhönd fjekk að lilynna að honum. Jeg er að vísu talsvert liarðgerður að eðlisfari, en jeg grjet eins og barn þegar jeg las brjefið hennar mömmu og simskeytið: »Dáinn eftir upp- skurð!« Það var eins og Guð vildi leyfa mér að gráta sorg mína i næði, jeg las brjefið um nótlina kl. 1—3, jeg var á verði í stað fjelaga míns, sem af einhverjum ástæðum gat það ekki, og jeg var einn með Guði mín- um og einn með sára sorg mína. Sál min engdist sundur og saman af óumræðilegum harmi þessa kyrru septembernótt, og mörg spurning vaknaði í huga mínum: »Hvers vegna lætur Guð alla þessa sorg dynja yfir elsku mömmu mína? Hvers vegna þarf öll fjölskylda mín að þola þennan harm?« Og mjer lá við að mögla gegn Guði. Er það synd að spyrja? Nei, en það er synd að mögla gegn lifandi Guði. Þú mannsins barn, sem ert duft og aska, dirfist þú að krefja Guð reikningsskapar? Sorgin má ekki verða að beiskju eða fánýtu hugarmögli, og Guð gaf mjer einnig frið og ró og þrótt til þess að bera liið mótdræga, sem Guð lætur oss, eflaust í föðurlegum tilgangi, að höndum bera. Litla bókin mín: »Líttu á Jesúm, hvíslar að mjer orðum Jeremíasar spámanns: »Svo segir Drottinn, jeg liefi heyrt bæn þína og sjeð tár þín. (Jer. 31, 3.). Og mamma mín skrifaði svo örugg og ókvíðin: Látum hvorki sorg nje kvíða yfirbuga oss. Já, það er dýrðlegt að elsku bróð- ir minn fjekk að finna frelsara sinn úti á vígvöllunum, eða rjettara sagt Jesús fann hann, nú er hann frjáls og frelsaður um eilífð. Sálin hans hefir sviíið í sælu og dýrð burt frá sárum og örkumluðum sótlheitum líkama heim lil föðurhúsanna, þar sem sorgin þekkist ekki. Vertu sæll, við sjáumst aflur, elsku bróðir, þjer er vel borgið. Mjer hefir vegnað vel til þessa, Guði sje lof; «við eigum erfiða daga og sjáum mikla eymd, en eigi að síður verðum við að þreyja og þola. Guð heldur sinni máttugu vermdar- hendi yfir ástkæra föðurlandinu okkar. Með ástar kveðju og Guði falinn. Yðar einlægur N. N. Er þetta ekki hróp úr djúpinu? — En það er einnig áframhald í trú og trausti á Krisl við Guðs föð- ur hægri hönd. G. L. þýddi.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.