Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1920, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.12.1920, Blaðsíða 4
SjÁftMi e6 Í80 tilfinning. Harka og grimd voru aðal- einkenni lundar minnar. Mjer var svölun í, ef jeg fjekk tækifæri til þess að hefnast á sjálfri mjer eða öðrum. Það var sem alt ilt hefði safnast að sál minni og hrakið brott alla hlýju, alt ljós. En samviskan er lífseig. Þó hún kunni að liggja í dái um lengri eða skemri tíma, kemur þar þó um síðir að hún gjörir vart við sig. Það getur oft verið ofur smávægilegt sem vekur hana á endanum. Barnsgrátur vakti samvisku mína. Jeg hafði svo sem oft heyrt börn gráta og hlakkað yfir því með sjálfri mjer, einkum ef þau grjetu fyrir handvömm eða hirðu- leysi móður sinnar; aftur á hinn bóginn gat mjer verið hálfgjörð raun í að sjá velhirt börn, sem nutu ástríki og umönnunar móður sinnar. Ef til vill hefir þetta verið fyrsta merkið um svefnrof samvisku minn- ar. Og loksins var það ungbarns grátur sem vakli hana. Er það minn- isstæð stund. Mjer varð reikað fram hjá húskofa einum í útjaðri stórbæjar erlendis. Jeg hefi gleymt að geta þess að mjer tókst að laumast burt frá ættjörð minni án þess á bæri. Jeg gekk leið- ar minnar hugsunar og stefnulaust eins og vant var. Öðruhvoru stund- aði jeg vinnu í verksmiðju einni ásamt mörgu fólki öðru af ýmsu tagi. Synd væri að segja að mjer gæfust þar mörg tækifæri til alvarlegra hugsana um ástand mitt, eigi að síður lá óvenjulega illa á mjer þetta kveld, jeg var að koma frá vinnunni og var að velta því fyrir mjer í hvaða knæpu jeg ætti nú helst að fara til þess að drekkja þessum óboðnu og óvelkomnu hugsunum. í sömu svif- um barst hljóð að eyrum mínum. Ungbarns grátur. Jeg nam skyndilega staðar. Betta kom mjer algjörlega á óvart og truflaði hugsanir mínar á sjerstaklega óþægilegan hátt. Hljóðið kom frá hússkriflinu rjett hjá götunni þar sem jeg stóð, Ekki veit jeg hvers- vegna jeg fór inn í húsið, en inn fór jeg, og inni bar þá sjón fyrir augu min, sem mjer gleymist seint. í stofu- horninu, ef stofu skyldi kalla, var eitt rúmfleti, í því lá kona, skinhor- uð og föl, vafin Ijelegustu tötrum, og fyrir ofan hana lá lítið barn því nær allsbert og síhljóðandi, en kon- an hreyfði hvorki legg nje lið. Við nánari aðgæslu sá jeg að konan var dáin. Þá greip mig hrollur og skelf- ing, sem engin orð fá lýst. Mjer kom fyrst til hugar að flýja, hlaupa sem fætur toguðu burt úr þessum dauð- ans híbýlum, en barnshljóðin ljetu æ hærra í eyrum mínum. Jeg komst að raun um að enginn maður var í kofanum og þegar jeg leilaði til ná- grannanna, sem bjuggu í svipuðum híbýlum, var mjer ekki sint, en göm- ul kona skaut því að mjer að hent- ugast mundi vera að bera króann til fálækrastjórans, ef jeg vildi vera að skifta mjer af þessu. Að líkindum mundi maðurinn hennar koma heim einhverntíma bráðum, þó það væri reyndar vani hans að vera dögum saman á »túr«, án þess að koma heim. En mjer fanst jeg hvorki mega nje geta yfirgefið veslings barnungann, sem lá þarna við hlið andaðrar móð- ur sinnar, án þess að auðsýna barn- inu einhverja hjálp. Jeg fór því aftur inn í kofann. Jeg tók barnið í fang mjer og reyndi að vefja görmum þess betur að horuðum líkamanum. Barn- ið hætti að gráta og horfði á mig stórum, skærum barns-augum. Því augnaráði gleymi jeg aldrei. Jeg las ásökun og dóm úr augnaráði sak- leysingjans. Mjer fannst jeg heyra hrópað: Hvar er barnið þitt?^ Og í fyrsta skifti í fjölda mörg ár fann jeg að jeg átti hjarta 1 brjósti, Jeg fór

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.