Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1920, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.12.1920, Blaðsíða 14
190 BJARMI Lambeth-fundurinn oe spíritisminn. Á næstliðnu sumri, dagana frá 5. júlí til 7. ágúst var haldinn biskupa- fundur í stórum stíl í Lambeth-höll- inni í Lundúnum, þar sem Kantara- borgar-erkibiskup hefir venjulega að- setur sitt. Hafa þessir Lambeth-fundir verið haldnir við og við síðan 1867, er fyrsti fundurinn var haldinn að viðstöddum 70 biskupum ensku kirkj- unnar. Síðan hafa þeir orðið æ fjöl- sóttari, þó enginn líkt því sem fund- urinn í sumar — hinn sjötti í röð- inni þessara Lambeth-funda. Þar voru samankomnir alls 252 biskupar hinnar anglikönsku kirkju: frá Eng- landi og Wales 80, frá Skotlandi 7, frá írlandi 10, frá Bandaríkjunum í Vesturheimi 52, frá Indlandi 10, frá Suður-Afríku 13, frá Kanada 19, frá Vesturheimseyjum 6, frá Ástralíu 20, frá Nýja-Sjálandi 3 og annarsstaðar að 32. Hafa fundarhöld þessi ávalt þótt tíðindum sæta, þó ef til vill aldrei neitt líkt því sem í sumar. Úrskurðir þessara Lambeth-funda hafa að vísu ekkert lagagildi fyrir ensku kirkjuna, en engu að síður hefir ávalt þótt mikið til þeirra koma, enda var þeirra í sumar beðið með sjerstakri óþreyju vegna þeirra stórmála, sem að þessu sinni voru á dagskrá. Málunum, sem ræða skyldi á fund- inum, var skift í 8 flokka og eitt nefndarálit samið fyrir hvern flokk mála. í sjöunda flokknum var með- al annara mála: »Afstaða kristnu trúarinnar til spíritismans«. »Christ- ian science«-stefnunnar og »guðspek- innar«, og mun mönnuin ekki sízt hafa leikið forvitni á að heyra álit ensku biskupanna á þessum efnum. Að þessu sinni skal hjer aðeins skýrt frá niðurstöðu fundarins um spíri- tismann, og það þess heldur, sem einatt er gefið í skyn hjer á meðal vor, að hann eigi hinni mestu sigur- sæld að fagna einmitt innan ensku kirkjunnar. í upphafi nefndarálitsins er svo að orði komist um þessi þrjú fyrirbrigði að þau sjeu »nýtísku villukenningar« (modern heresies). Lætur það mann þegar í stað renna grun í hvert stefni í nefndarálitinu. Álit biskup- anna er þá líka í fæstum orðum þetta: Enginn þessara lærdóma á rót sína að rekja til meginmáls hinnar kristilegu opinberunar, enda fjarlægja þeir fávísa menn og grunnfærna trúnni. Svo sem trúarleg stefna eða guðsdýrkunar stefna stendur spíritism- inn ekki í neinu sambandi við opin- berunina. Eftir kenningu spiritismans er lífið hinu meginn beint framhald lífsins eins og vjer þekkjum það hjerna meginn, og annað ekki. Þetta er alveg gagnstætt skoðun kristin- dómsins, sem með áherslu heldur því fram, að lífið eftir dauðann sje fyrir trúaða menn fullkoinið samfje- lag við Guð. Þegar spíritistar kenna, að sambandið við dána menn, eins og þeir iðka það, geri heim andanna enn virkilegri, þá er því að svara til þess, að það getur einnig orðið til þess að hefta þróun trúarinnar er það leiðir til þess að hið sanna sam- fjelag við kærleika Guðs í Kristi Jesú glatast. Spíritisminn gerir aðra hlið tilveru vorrar að því meginat- riði, sem alt veltur á og stofnar henni jafnframt í þá tvísýnu, að verða einber glapsýn (illusion). Þar sem svo hjer við bætist, að menn — eftir kenningu spírilista — eiga ekki síður á hættu að komast í samband við vonda anda en góða, liggur í

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.