Bjarmi - 01.12.1920, Blaðsíða 1
BJARMI
= KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ
XIV. árg.
Reykjavík, 1. des. 1920.
23.-24.
tbl.
»S(í þjóð, sem gengur í mgrkri, sjer mikið ljós.«.
t
Matthías Jochumsson
andaðist að heimili sínu á Akureyri
18. f. m. rúmlega
85 ára gamall.
Hann er fyrir
löngu orðinn svo
þjóðkunnur maður,
að erfitt er að segja
nokkuð um hann,
sem ekki er öllum
þegar áður kunn-
ugt. Allir ljóðelskir
íslendingar kunna
eitthvað af Ijóðum
hans og sálmum,
og flestir hafa lesið
eitthvað af bókum
hans ogblaðagrein-
um og margt, sem
um hann hefir ver-
ið ritað. Á 70 ára
afmæli hans 1905
gaf David Ösllund
út sjerstaka bók um
hann, sem þeir Þor-
steinn Gíslason, Guðmundur Hannes-
son og Guðmundur Finnbogason skrif-
uðu. Er kaflinn eftir G. H. einkar-
fróðlegur fyrir alla þá, sem ekki hafa
kynsl sra M. J. nema af ljóðum hans
°g skrifum. Væri freistandi, ef rúmið
leyfði, að taka hjer töluvert af þeim
kafla, því hann skýrir svo vel meðal
annars, hvernig sra M. J. gat ort og
þýtt ágæta sannkristna sálma, en þó
hina stundina skrifað únítara- og
andatrúar-greinar. —
»Síra Matthias er tilfinninganna
barn«, segir G. H. »Það, sem honum
þykir vel og drengi-
lega sagt, Iofar hann
og lætur hrífast af
þvf, jafnt hjá mót-
stöðumönnum sem
ílokksmönnum sín-
um«.
Það er alveg í
samræmi við þau
kynni, sem ritstjóri
Bjarma liafði af sra
Matthíasi, — og að
Bjarmi hlaut bæði
sterkorð andmæli
og góð meðmæli
frá honum. Eng-
inn trúmálaand-
stæðingur Bjarma,
nema einn, hefir
sýnt ritstjóra hans
eins mikla velvild
bæði i viðmóti og
brjefum sem sra
Matlhías. Og kunnugt er oss um, að
þeir eru fleiri en vjer, sem að vísu
voru allósamdóma honum í ýmsum
trúarefnum, en höfðu þó meiri ánægju
að skrafa um þau efni við sra M. J.
en margan »flokksbróður« sinn.
Einu sinni kom ungur og áhuga-
samur guðfræðingur að heimsækja
Rik. Jónss.: Maltliías Jocluimsson.