Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1920, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.12.1920, Blaðsíða 13
fi JÁftMi Í8ð Frh. frá 184. bls. Jeg hafði fundist með litlu lífsmarki einhversstaðar á bersvæði, langt frá mannabygðum. Hvort yflrvöldunum þar í sveit hefir fundist það ómaks- ins vert að rannsaka málið, veit jeg ekki um, en hitt er víst að enginn veit enn í dag hverjir valdir eru að verkinu. Jeg var svo látinn jeta út útsvarið hjá Þrándi gamla á Bóli. Það þótti enginn sælustaður, skal jeg segja yður, en hver hirðir um að taka svari munaðarleysingja, sem þar að auki er útburður! Jeg smalaði rollunum karlsins, þegar jeg gat skriðið, og jeg var hýddur með vendi, ef rollu vantaði. Svangur var jeg oftast nær, nema ef jeg gat hnuplað mjer aukabita við og við. Sí hræddur var jeg bæði við drauga og djöfla, sem alstaðar áttu að vera á hælunum á mjer. Jeg vandist á að dylja með öllu barnslegar tilfinning- ar mínar og svo varð jeg smátt og srnátt kaldlyndur, tortrygginn og harðgeðja, svo síst er að furða þótt nú sje svo komið sem er. Seinast strauk jeg burt úr vistinni, og hafði burt með mjer það sem jeg gat af aurum karlsins. Það eru nokkur ár síðan, og hefi jeg sjeð sitt af hverju. Meðal annars liefi jeg sjeð það, hvernig þjóðfjelagið varðveitir unglingana fyrir freistingum! — Og nú er jeg kominn undir manna hend- ur. í stað þess að láta orðin yðar vísa mjer til vegar, hefi jeg einkis- virt þau, — og þó langaði mig eig- inlega til þess að bæta ráð mitt — en það er sjálfsagt orðið of seint«. Hann var rjóður af geðshræringu og það vottaði fyrir tárum í augum hans, »Sagan yðar er mjög sorgleg«, sagði presturinn alvarlega. »En þrátt fyrir alt og alt hefi jeg bestu von um bjarla framtíð fyrir yður. Jeg byggi þá von á kærleika Guðs og almætti hans, Ef andi hans fær vald á ungu sál- unni yðar, þá opnast yður nýr heim- ur. Annarsvegar sjáið þjer synd yðar og eymd, það veit jeg vel, en hins- vegar — og sú sjón er dýrðleg — komið þjer auga á óendanlega dýrð Drottins, sem birtist oss í Jesú Kristi. Hann er vinur yðar, hann elskar yður hann vill frelsa yður og losa yður við fjötra syndarinnar; hann vitl og hann getar, hafið það hugfast. Það er ekki á mínu meðfæri að skýra fyrir yður á hvern hált það verði, en reynslan hefir sýnt og sann- að að sjerhver sá, sem í alvöru snýr sjer til Guðs og þráir lijálp hans, honum verður veittur kraftur til þess að sigra ofurafl freistinganna — það er sigurhetjan á Golgata, sem gerir oss hluttakandi í sinum eigin dýrð- lega sigri, barnið, sem fæddist á jól- unum, frelsarinn, sem englarnir sungu um. Mættu jólin ílytja yður þann fögnuð: Yður er í dag frelsari fæddur. Það varð stundarþögn í fangaklef- anum. Pá beygði presturinn liærum krýnt höfuð sitt og baðst fyrir, en ungi maðurinn spenti greipar og hlustaði í auðmýkt á friðarmál bæn- arinnar. (Fili.) Síra Böðvar Bjarnason á Bafns- eyri kvongaðist í haust, 28. september, Margrjetu Jónsdóttur, er verið hefir á heimili hans síðan hann ljet konu sina Ragnliildi Teitsdóttur fara frá sjer með 3 börn þeirra eftir 14 ára hjónaband. Lögskilnaðinn fjekk hann i sumar, en Ragnhildur kona hans dvelur í Reykjavik. Enda þótt bekkjarbróðir ritstjórans og vinur frá skólaárunum eigi hjer hlut að raáli, verður Bjarmi að telja annað eins alveg óhafandi af presti og síst vel fallið til að auka virðingu þjóðkirkjunnar, ef hún er svo rúmgóð að hún samsinni sliku með þögninni.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.