Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1920, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.12.1920, Blaðsíða 16
ö jÁíiMí 192 hald hennar vlsindalega. Þess vegna er »sönnanum« spíritista á bug visað af trú- arlegum ástæðum — á sama hátt og vís- indi vor vísa þeim á bug af vísindalegum ástæðum. — En þessu næst stendur þetta . i sambandi við þá trú vora, að ekki sje hjálpræði í neinu nafni öðru en nafni Jesú. Petta er fagnaðarboðskapur hinnar dönsku kirkju; hverjum sem vill er heimilt að kalla það þröngsýni fyrir oss. Mætti jeg svo enn bæta þvi við, að ná- kvæmlega sömu »þröngsýni« mundi vera að mæta innan bæði sænsku og norsku kirkjunnar. Ef hjer í Reykjavík væru nú staddir fulltrúar þessara systurkirkna vorra, þá mundu þeir vafalítið krefjast þess, að kirkjur þeirra fjellu undir sama dóm. Og mætti jeg vekja athygli á því, sem mönnum ef til vill er ókunnugt um enn hjer í bænum, að Lambeth-fundurinn frægi, sem i sumar var haldinn í Lundún- ura, þar sem voru saman komnir 252 ensk- ir bískupar hinnar anglikönsku kirkju, samþykti mjög ákveðna fundarályktun gegn spíritísmanum, er væri að áliti fund- arins bæði óholiur fyrir menn og skygði á kjarnann i fagnaðarerindinu«. Pannig farast danska prestinum orð, og býst Bjarmi við, að flestir lesendurnir sjeu honum þakkiátir fyrir að liann tók þessu ekki með þögninní, eins og allflestir ís- lenskir prestar taka fullyrðingum anda- trúarinnar. Úr Borgarnesbrunanum fjekk Bjarmi aðeins eina ávísun, frá Jóni Fr. Jónssyni, Brekknakoli í Pfngeyjarsýslu, og eitt brjef, frá Sigfúsi J. Oddssyni, Staf- felli í Múlasýslu. Alt annað brann alveg af því, sem blaðinu var ætlað með þeim pósti. Abyrgðarbrjef og ávísanir greiðir póstsjóður væntanlega síðar, en hitt, sem látið heflr verið í ábyrgðarlaus sendibrjef, er alveg tapað. Æskilegt væri að allir, sem sent hafa borgun fyrir blaðið með þeim pósti, Ijetu ritstjórann vita um það sem allra fyrst. Að vestan. Síra Björn B. Jónsson í Winnipeg kom heim aftur frá heilsuhælinu í haust og hefir nú fengið heilsuna aftur. Söfn- uður hans hjelt honum fagnaðarsamkomu, er hann kom heim. Um Jón Vídalín skrifa þeir í Samein- inguna (8.-9. tölubl.) síra Guttormur Gutt- ormsson og síra Sigurður Christofersson, en sira Jónas A. Sigurðsson yrkir minn- ingarljóð, sem Bjarmi mun birta síðar. Um hjónaskilnað skrifa þar bæði ritstjórinn (síra G. G.) og síra Kristinn Ólafsson. Hinn siðarnefndi segir, að eftir skýrslum Ðandaríkjanna skilji þar ein hjón af hverjum átta, og bætir svo við: »Á þenna hátt er hin kristilega hugsjón um heimilið og lijúskapinn fótum troðin. Skilnaður er veittur fyrir auðvirðilegustu ástæður, og hefðin, sem kemst á í þessu, dregur úr heilbrigðu almenningsáliti. Pað er því ekki vanþörf á, að allar kristnar kirkjudeildir beri fram sem ákveðnastan vitnisburð í þessu efni. Kirkjan þarf að halda fram kenningu guðsorðs í þessu efni liiklaust, og kcnnimenn kirkjunnar þurfa að hafa djörfung til að neita að gifta aðskildar persónur að nýju, nema þeim sje kunnugt um, að sá, sem hlut á að máli, hafl fengið skilnað af ástæðum, sem viðurkendar eru í guðsorði. En eina skýlausa ástæðan fyrir hjónaskilnaði, sem þar er gefin, er ótrygð hjónanna hvors við annað, og sá, er saklaus hefir orðið fyrir slíkri ótrygð, hefir rjett til að giftast aftur«. — Pótt lög ýmsra ríkja hafi annan mælikvarða, andstæðan guðsorði, þarf kirkjan ekki að leggja blessun sina yfir hann; hún á ekki að vera vikastúlka ókristilegs ríkisvalds, til að sækja því vatn og handklæði, er það þykist þurfa að þvo sjer með Pílatusi. Bjcirmi óskar ölluin leserídum síimm gleðilegra jóla og ng- árs og biður Guð að blessa peim hátíðina og komandi ár. Útgefandi Signrbjörn Á. Gíslason. PrenUmiðlan Qntenber?,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.