Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1921, Side 4

Bjarmi - 01.03.1921, Side 4
52 BJARMI inn hafði vikið góðu að honum. Eigi að siður lagði hann nú leið sína heim til síra Gunnars. Hann barði að dyrum, en enginn kom til dyra. Loks heyrði hann fóta- tak og fjekk bjartslátt. Ætli það sje hann sjálfur. Hurðin var opnuð og ókunnug stúlka kastaði kveðju á hann ofboð kuldalega. >)Er — er síra — presturinn heima?« spurði hann hikandi. »Já, hann er heima, en hann er ekki til viðtals«, svaraði slúlkan stult i spuna. »Ekki það«, sagði hann ráðaleys- islega. »Nei, alls ekki, hann er dauðveik- ur maðurinn, og það kemur enginn inn til hans, nema læknirinn og hún systir hans«. Honum brá mjög við, og ællaði að segja eitthvað, en hann kom engu orði upp. Stúlkan virti hann vandlega fyrir sjer. Hann fann, að augnaráð hennar iskalt og tortryggnislegt hvíldi á hon- um. »IJetta voru bágu frjeltirnar«, taul- aði hann í hálfum hljóðum. »Verið þjer sælar«. »A-d-í-ö!« sagði stúlkan og skelti hurðinni hranalega. »Vinirnir« hans voru ekki fleiri. Það stóð alveg á sama hvert hann fór þess vegna. Og svo rölti liann enn á slað, hægt og þunglamalega, aleinn út í myrkrið. Næst kom honum til hugar að hafa uppi á Páli, gömlum lagsbróður sínum. Páll var kunnugur í borginni og gat að líkindum leiðbelnt honum eillhvað. Vonin glæddist og fótalak hans Ijettist. Eftir talsverða fyrirhöfn tókst lionum að finna húsið, sem Páll átti heima í. Móðir hans kom til dyranna, þegar Brandur barði á eldhúsdyrnar. Hún hjelt á Ijósi í hendinni og bar það upp að andlit- inu á honum, þegar hann spurði eftir Páli, »Nei, Páll er ekki heima? svaraði hún afundin. »Ælli hann verði heima seinna í kvöld?« spurði hann vandræðalegur. »Nei«, svaraði hún jafn úriil sem fyr. »Hvað viltu honum eiginlega?« Hún hvesti augun á Brand, sem ósjálfrátt hörfaði undan augnaráðinu. »Eg þurfti að tala við hann um — um dálílið«, svaraði hann. »Finna hann, — tala við hann. Jú, jú, einmilt það!« svaraði konan og hló kuldahlátur. »Þú hefir víst ekki verið búinn að tala nóg við hann, greyið mitt! Eða heldurðu að jeg þekki þig ekki? ó, jú, maður kannast við þig! En það skaltu vita, að þú talar hvorki við Pál minn nú eða endranær, og jeg held þú sjert skárst kominn þar sem þú hefir dvalið nú upp á siðkastið. Snautaðu þangað ræfillinn!« Og hún skelti hurðinni svo hart á hæla Brandi, sem smeykur hörfaði út, að undir tók í húsinu. Og nú var ekki um annað að gjöra en þramma þreyltum fótum fram og aftur um borgarstrætin. Hann keypti sjer brauðbita í brauð- sölubúð, og stakk því í vasa sinn og hjelt svo leiðar sinnar upp i holtið, þar sem vjer hittum hann fyrir stundarkorni. Pað leið óðum að nóttu. Átti hann að láta fyrir berast í hollinu um nótl- ina, eða átti hann ekki lieldur að þiggja boð fangavarðarins, sem sagði við hann að skilnaði, að ef hann yrði í vandræðum með gislistað um nótlina, mælti hann koma til sín aflur og hýrast í klefanum um nótt- ina. Hann hafði þá verið öruggur og hugsað, að þess mundi hann ekki þurfa, en nú sá hann engin önnuFúr- ræði. Hann borðaði brauðbilann sinn og lagði svo á stað til fangahússins.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.