Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1921, Page 5

Bjarmi - 01.03.1921, Page 5
BJARMI 53 Kristniboðið. Mjer er gefið alt vald á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá til nafns föðursins og sonarins og hins heilaga anda og kennið þeim að halda alt það, sem jeg hefi hoðið yður. Og sjá jeg er með yður alla daga alt til enda veraldar. (Matl. 28, 18—20). Hvað felst i þessum orðum heil- agrar ritningar? Alt vald. Allar þjóðir. Ötl boðorð, Alla daga. Það eru fjórir hyrningarsteinar krist- innar kirkju. Það er grundvöllur kon- ungsdóms Guðs föður, Guðs sonar, Guðs heilags anda«. (Dr. Cook). í þeim felst: 1. Skipun um að reka kristniboð, — farið og gerið allar þjóðir að lærisveinum. (Sbr. Mark. 16, 15. Lúk. 2, 10). 2. Tilgangur krislniboðsins — að gera allar þjóðir að lærisveinum Krists. (Sbr. Lúk. 19, 10. Postulas. 24, 18). 3. Aðferðin (svo tilganginum verði náð) — að skíra þá og kenna þeim að halda alt það, sem Kristur hefir hoðað þeim, 4. Hjálpin — Ivristur, sem geíið er alt vald á himni og jörðu, sem er með þeim alla daga alt til enda ver- aldar. »Kemur kristniboðs skipunin þjer við? Því getur þú ekki skilið í. — Krislniboðs skipuninni fylgir dj’rlegt fyrirheili, »jeg er með yður alla daga«, kemur það þjer við? Gelur þú tekið til þín fyrirheilið en virt skipunina að engu?« (W. Carey, frægur enskur kristniboði). »Að þekkja Drottinn og gera nafn hans kunnugt er eini tilgangur lifs | vors. Og að vjer næðum þeinr til- gangi hefir Drottinn gefið oss orð [ sitt og Andann. (Dr. Stearns, ame- ríkskur prestur, nýlega dáinn). Er pörf á að reka kristniboð? — Þá er setja Guðs orð æðra skynsemi sinni vil jeg biðja að lesa: Ef. 2, 12. Án Krists — vonlausir, guðvana«. (Sálm. 14, 2—3. Róm. 10, 13-15. Postulas. 16, 90. — Trúir þú því að hver einstaklingur þeirra 400 miljóna er búa í Kína hafi ódauðlega sál og að »eigi sje neitt annað nafn en Je- sús, undir himninum, er menn kunna að nefna, er þeir geli orðið hólpnir fyrir?« Trúir þú þvi að hann einn sje »dyr sauðanna«, að liann einn sje »vegurinn, sannleikurinn og lífið, að enginn komi til föðursins nema fyrir Jesúm? Ef svo er, hugsaðu þjer ástand heiðingjanna. Hvað hefir þú gert til að fagnaðarerindið verði þeim boðað?« (J. Hudson Taylor, frægur enskur kristniboði). — Hvað hefir þú gert til að nafn Guðs í Kína helg- ist, riki hans komi og vilji hans verði? »Gleymið ekki Afriku. Bráðurn er starfi mínu lokið, og starf mitt var að eins byrjun. En nú aríleiði jeg yður að þvi, að þjer leiðið það til lykta. Droltinn blessi hvern þann, ameríkskan, enskan eða tyrknesk- an mann, er hjálpa vill til að græða þessa blæðandi und mannkynsins« þ. e. korna í veg fyrir þrælahald og þrælasölu. (Livingstone, enski kristni- boðinn lieimskunni). Ó. Ó. safnaði og samdi, (p. t. New-York 1920). Ólafur Ólafsson kristniboöi er nú kom- inn til St. Paul og stundar þar nám. — Heimili hans er: Lutheran Bible Institute Hamlin Av., St. Paul, Minn., U. S. A.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.