Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1921, Síða 8

Bjarmi - 01.03.1921, Síða 8
56 B J ARM í Kirkjumál Norðmanna um áramólin. Fregnritari Kristilegs Dagblaðs skrifar frá Kristjaníu um þau efni á þessa leið: Liðið ár var baráttuár í kirkjulegu til- liti. í ársbyrjun í fyrra var hjer í borg- inni fjölmennur fulltrúafundur til að and- mæla nýguðfræði. Heflr livorki fyr nje síðar verið haldinn jafnfjölmennur fund- ur hjer á landi í þeim tilgangi. Fað var kirkjusögulegur víðburður og ýmsir bjugg- ust við miklum árangri af honum. Nú mun mörgum virðast að hann hafi ekkí orðið að vonum. Ping og stjórn'hafa ekki farið eftir kröfum fundarins, og sjömanna- nefndin, sem fundurinn setti, hefir ekki látið mikið á sjer bera. Yíirdrotnun ný- guðfræðinnar virðist söm og áður. Sannleikurinn er að skarar þeirerfyltu missionarhúsið í Calmeyergötunni funda- daginn í fyrra voru svo ósammála inn- byrðis að Iangvarandi sainhent barátta i kirkjumálunum var þeim ofurelli. Peir voru að visu sammála um andmælin gegn nýguðfræði; en um alt kirkjufyrirkomu- lag voru þeir liarla ósammála. Sumir kusu ríkiskirkjufyrirkomulagið óbreytt, að öðru en því að söfnuðir fengju aukin rjettindi. Aðrir kjósa frjálsa þjóðkirkju, og enn aðrir, líklega llestir, kjósa fríkirkju. íhaldssamir hákirkjumenn, eins og síra Godal og þrófessor Taranger1) geta tekið höndum saman við frikirkjuvina leiðtoga, eins og Odland prófessor og Brandtzæg, um andmælin gegn nýguðfræði. En sam- vinna meðal þeirra um kirkjufyrirkomu- lag er lítt hugsanleg, þar eð óskir þeirra fara i svo ólíkar áttir. Pað er því erlltt að dæma um útlitið í þessum efnum. Vera má að sóknarnefnd- arlögin nýju, sem nú koma til framkvæmda, greiði eitthvað úr óvissunni. Pessi lög voru einu kirkjumálalögin, sem vjer eign- uðumst liðið ár. En fjarri fer því að áhugamenn vorir í söfnuðinum hafl tekið þeim alment með fögnuði. Skoðanir eru þar mjög skiftar, sumir segja »ollangt«, aðrir: »ofskamt«, ný bót á gamalt fat«. Reynslan verður að skera úr, en fróðlegt verður að sjá hvort trúaða fólkið eða hinir hagnýta sjer þau. Prestafæðin er og alvarlegt mál vor á meðal, þótt guðfræðingaskólarnir sjeu tveir. Pað eru 700 prestaköll í Noregi og 90 þeirra prestslaus nú. Búist er við að brátt verði 20 veitt, en um hin 70, eða tíunda hvert prestsembætti, er enginn umsækjandi. Stjórnin reynir að ráða bót á þessu mcð því að bæta launakjör presta að stórum mun. Leggur hún til að liver safnaðarmaður greiði 50 aura til launa- viðbótar, og ætlar svo að setja prestlaun- in frá 5000 til 9000 kr. auk aldurs og dýr- tíðaruppbótar. Launamálancfnd stórþings- ins telur þó rjettara að nefskaltur þessi verði ekki nema 30 aurar, og verði það ofan á í Stórþinginu, verður það mörg- um presti vonbrigði, því þeir eru flestir m;ög efnalitlir. Dýrtiðin hefir og komið hart niður á allri frjálsri kristilegri starfsemi. Pappírs- verðið hefir komið ýmsum kristilegum blöðum til að draga saman seglin. Pann- ig er »Kristilegt vikublað«, málgagn frjáls- ar þjóðkirkju orðið hálfsmánaðarblað, en kom áður út tvisvar á viku. Gengi norskra peninga veldur kristni- boðsfjelögum mikilla erflðleika. Stærsta fjelagið, ‘ »Det norske «Missionsselskab«, heflr t. d. orðið að taka 200000 kr. banka- lán. Svipað er og um fríkirkjufjelögin, og því er vert að geta þess afreksverks, að lúterska fríkirkjan, sem er fremur fá- menn, hefir nýreist veglega kirkju hjer í höfuðborginni alveg skuldlaust og kost- aði hún þó 300000 krónur. Geta má þess til viðbótar að kirkjumála- barátlan í fyrra heflr þó komið því líl vegar að flokkaskiftingin er orðin ákveðn- ari, 3 prestafjelög mynduð, eldri og yngri stefnan útaf fyrir sig, og »vinir beggja« í 3. fjelaginu. í sumum prestaköllum ný- guðfræðinga halda heimatrúboðsmenn kristilegar samkomur í bænaliúsunum samtímis því sem prestur raessar. og banna jafnvcl sóknarpresti sinum að tala í bæna- húsinu. Ekki er satnlyndið og traustið meira en það. í haust voru jafnmargir stúdentar við nám á Safnaðarprestaskólan- um og í guðfræðisdeild háskólans norska, um 60 í hvorum. Nýútkomnir LJÓSGEISLAR, litlar biblíu- myndir litprentaðar, handa börnum, fást á afgreiðslu Bjarma. Sendar gegn póst- kröfu út um land. Útgefandi Sigurbjiirn Á. Gíslnson. 1) Pcir vilja báðir frjálsa þjóðkirkju. Pr«ntfmlð)an Gutenberg,

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.