Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1921, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.08.1921, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XV. árg. Reykjavík, 1. ágást 1921. 18. tbl. Drottinn, opna varir minar, svo að munnur minn kunngjöri lof pili. (Sálm. 51, 17). Gamalt og nýtt. Eftir Sighvat liorgfirðing. Eitt af því marga, sem enn er ó- rannsakað í sögu íslendinga er, að skýra frá trúarlífi þjóðarinnar ná- kvæmlega, ýmsum venjum á heimil- um, sem að trúarbrögðum lúta, og öllu því sem snertir hið kristilega líf, að svo miklu leyti sem mönnum er það kunnugt. Það væri óskandi að gamlir menn vildu skýra frá því, sem þeir hefðu heyrt, þekt og sjeð um sína daga, um barnafræðslu, húslestra, helgihöld og helgidagavinnu, kirkjurækni, forakt Guðs orðs, þar sem það á sjer stað, og yfir höfuð alt sem að trúarlifi lýtur, og þá að draga ekkert í hlje, hvort heldur sem er gott eða ilt. Jeg hefi nú í meir en 50 ár safnað öllu mjer mögulegu til prestasagna landsins, alt frá fyrstu tíð, og er það safn nú orðið hált á þrettánda þásund siður í þjettrituðu 4 bl. broti, auk allra viðauka sem smámsaman hafa bætst við, en það eru mörg hundruð síður, og jafnhliða þvi hefi jeg safnað miklu til kirkju- og kristindómssögu, einkum eftir 1840, þegar kirkjusaga Pjeturs bisk- ups endar. Par að auki hefi jeg haldið slöðugt Dagbækur um 59 ár, og þarf ekki annað en fara yfir þær, á því tímabili, til að sjá kirkjurækni ná- ungans. einkum á því 30 ára tíma- hili, sem jeg álti að heita meðhjálp- aramynd og í sóknarnefnd, auk þess hefi jeg litið eftir því, hvar helgidaga- vinna hefir verið framin, og ýms fyrirbrigði daglegs lífs; sem mjer hafa mætt á minni krókóttu og lærdóms- riku æfibraut. Af húsvitjunarbókum hinna eldri presta má sjá að þeir hafa húsvitjað árlega í sóknum sínum, með hinni mestu nákvæmni og samviskusemi, og sjálfsagt látið alla lesa, sem það gátu, unga og gamla, sera sjest af því, að þeir hafa skrifað í bókina eftir nafn mannsins og aldur, hvert hann var »Communicantes« (hefði ver- ið til altaris), kunnáttu i kristindómi og loks siðferði og hegðun, og á hverju býli hafa þeir uppskrifað hvað þar var til af guðsorðabókum og er það gagnmerkilegt að sjá, hvað á sumum bæjum hefir verið af ýmsum merkilegum guðfræðisritum, sem mörg eru nú hvergi að finna nema í söfnum. Prestsþjónustubækurnar bera þess ljósan vott enn í dag, að búsvitjanir presta hafa í mörgum stöðum, alt fram á miðja 19. öld, verið alt annað en málamyndarkák, og þetta voru nú sveitaprestarnir fá- tæku, við litlu launin sín, sem nú eru margir gleymdir, en unnu þó verkin sín með hinni mestu alúð og skyldurækni, eftir beslu sannfæringu, lausir við allan heilaspuna og trúar- vingl. f*að voru húsvitjanirnar, sem m'est og best samtengdu prestinn og söfnuðinn, en síðan þær voru van- ræktar, hefir hvort fjarlægst annað meir og meir, og svo eru sumstaðar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.