Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1921, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.08.1921, Blaðsíða 3
BJARMI 139 var þá á ferðum mínum vel kunnugt víðsvegar um með Djúpi beggja meg- in, og heyrði þar á hverjum bæ hús- lestra, þegar svo á stóð, bæði á helgidögum og vetrarkvöldum, og binir gestrisnn og tápmiklu Djúp- menn sýndu það alment, að þar var engin heiðingleg siðspilling, þó mis- jafn væri þar sauður í mörgu fje sem víðar. Árin 1869—1873 var jeg í Kald- rananessókn í Strandasýslu. Þar hefi jeg sjeð og vitað einna besta kirkju- rækni og almennasta alúð við hús- lestra, þar hefði það þótt hin mesta ódæða, ef nokkur maður hefði sjest við vinnu á helgum degi, þá var prestur þar síra Magnús Hákonar- son, siðavandur ræðuskörungur, snill- ingur að gáfum og allri atgerfi. (Framh.). Frá Noregi. Lesendum »Bjarma« þykir ef til vill fróðlegt að heyra eitthvað sagt frá kristilegu lífi í Noregi. Jeg ætla því að sýna þeim brjef frá kristnu fólki í Löken í Höland í Noregi. Brjefið er rilað til framkvæmdarstjóra »norska innra trúboðsins«. Það er birt í blaði fjelagsins, er nefnist »For fattig og rík. Það er svolátandi: Kæri WislölT! Þjer leikur vist hugur á að heyra eilthvað frá oss Krists vinum hjerna í Löken, og ef til vill vilja fleiri heyra það. Það er þá fyrst að segja, að marg- ir hafa gengið hjer Kristi á hönd nú síðustu árin. Samlíf vort vinanna hefir verið næsta blessunarríkt og því er jeg viss um, að þú samgleðst oss, því að börnum Guðs er nú einu sinni svo varið, aö þau gleðjast er syndarar sjá að sjer. Það er eitt af einkennum Guðs barna, Það er alt annað en lítilvægt, er syndari snýr sjer til Guðs og öðlast frið við Guð og fyrirgefningu. Það er hvorki meira nje minna en eitt af stórmerkjum Guðs. Og þó að það sje smávægilegt í augum heimsins barna, þá spyrst það samt víða. Það spyrst í þremur konungsrikjum, eins og gömul kona komst eitt sinn að orði. Það spyrst í himnaríki, meðal Guðs barna bjer á jörð og í heimkynni fyrirdæmdra. Já, svona er það mikilvægt. Vjer megum játa það hjer í Löken með innilegu þakklæti við Guð, að hann hefir gert hjer mikla hluti á síðustu 3—4 árum. Fyrir þann tíma voru þeir ekki margir hjer, sem gengu mjóa veginn sem liggur til lífsins; það voru ekki nema fáeinir rosknir menn. Nú hefir Guð heyrt bænir þeirra og nú samgleðjast þeir hinum mörgu, sem hafa valið veginn til lífsins. Fyrir 3—4 árum hófst lltilsháttar vakning hjer i sókninni. Þeir sem voru frumkvöðlar að henni voru fáir og lítilmótlegir, en starfið þeirra bar engu að síður ávöxt hins eilífa lífs. Þó var lítið um rúmgóða samkomu- staði; samkomurnar voru að mestu haldnar i smástofum. Nú er það orð- ið öðruvísi. Nú hafa margir bændur opnað bæði rúmgóðar stofur og hjörtu sín fyrir Drotni vorum Jesú Kristi. Sumir þcirra eru líka leiðtog- ar þeirra, sem starfa að útbreiðslu Guðs ríkis. Þetta hefir all borið hinn besta árangur. Hjer hafa sannast orð Páls postula: »Sá, sem er í Jesú Krisli, er ný skepna«. í hittið fyrra kom ferðatrúboði Kínasambandsins hingað á öndverð- um vetri og dvaldi hjer tveggja mán- aða tíma, Heimsókn hans varð hjer

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.