Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1921, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.08.1921, Blaðsíða 4
140 BJARMI til mikillar blessunar. Margir, sem voru dauðir, lifnuðu aftur og söngv- anna tími hófst að nýju. Þá var far- ið að starfa af meiri dáð en áður hjer heima fyrir. Vjer fórum þá út um bygðina og hjeldum smá sam- komur á bæjunum. Og að loknu hverju vikustaríi, hjeldum vjer bæna- samkomur á hverju laugardagskvöldi. t*essar smá samkomur og bæna- samkomurnar hafa orðið til mikillar blessunar. f*á hafa margir snúið sjer af heilum huga til Drottins og eru nú lagðir af stað til mannaveiða eftir orði Drottins. Þeir hafa eflt eining- una hjá oss og bræðrabandið og stutt að því að gjöra oss að starf- andi mönnum í Guðs riki. f*að er að vísu nóg, þegar um al- mennar guðræknissamkomur er að ræða, að einn byrji samkomuna og þá taki annar við og siðan fái hinn þriðji samkomunni slitið og haldi síðan hver heim til sín. En það er ekki nóg að varpa netinu út, það verður líka að draga það upp. Náð- argáfur Guðs, sem oss eru gefnar, verða að fá tækifæri til að ná þroska. þess vegna höldum vjer hinar svo nefndu vitnisburðarsamkomur. Þar er öllum, ungum sem gömlum, kon- um sem körlum, jafn heimilt að vitna um frelsara sinn og Drottinn. Og venjulega slítum við samkom- unni með því að biðja knjefallandi. Og ávextirnir koma í Ijós. Synd- arar snúa sjer til Guðs. En hve það er dýrðlegt að taka þátt í þvf starfi að bera syndara á bænarörmum fram fyrir Jesúm. Það getur auðvitað komið fyrir, að samkomurnar verði nokkuð lang- ur, en hvað sakar það? Betra er að hafa langar samkomur, sem einhvern árangur bera, heldur en stuttar sam- komur, sem engan sýnilegan árangnr hafa. Og eitt er harla mikilvægt út af fyrir sig, sem sje það, að enginn þeirra, sem snúist hefir, er að svo miklu leyti, sem vjer getum sjeð, horfinn aftur á fornar slóðir. Það er mikils um vert, að maður snúi sjer til Guðs, en hitt er ekki minna um vert, að hann varðveitist í trúnni. Það lítur svo út sem Guð hafi sjer- staklega litið til þessarar sóknar. Ó, að allir mættu þekkja sinn vitj- unartíma og ekki sist þeir, sem eru Guðs börn. Það er svo mjög undir oss sjálfum komið, hvort Guðs ríki eflist hjá oss eða eigi, hvort vjer göngum í allri hlýðni og auðmýkt fyrir augliti Guðs og notum það pund, sem hann liefir trúað oss fyrir, hvort vjer viljum leggja fram tíma vorn, opna heimili vor og standa saman í bæn og starfi. Og það er eigi nóg að vjer leyfum Guði að snúa hjörtum vorum til sín, vjer verðum líka að leyfa honnm að opna pyngj- ur vorar og nota fætur vorar, hend- ur og tungu. Og afar áríðandi er, að hinum eldri og styrkvari gefist speki og mikið af kærleiks-lunderni Krists til að hlynna að þeim og leiða þá, sem nýhorfnir eru heim úr fjarlæga landinu. »Gættu lamba minna!« sagði Jesús við Pjetur. »AI þú önn fyrir honum», þ. e. hjúkraðu honum vel, sagði miskunnsami Samverjinn við gesl- gjafann í Jerikó. Sama skipun nær enn í dag til allra Guðs barna. Gefum gaum að þessu! B-m. I' rcstskosning fór l'ram á Akrancsi 19. f. m. og hlaut síra Þorsteinn Bricm iög- lega kosningu meö 403 alkv,, Árni Sig- urðsson guöfræöiskandídat fjekk 52 atkv. og síra Einar Thorlasíus í Saurhæ 23 atkv,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.