Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1921, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.08.1921, Blaðsíða 6
142 BJARMl að alsherjar kristilegu námsmanna- fjelagi í Bandaríkjum. Moody varð þar brátt aðal Jeiðtogi, þótt óskóla- genginn væri. Stotnar hann nú til stúdentafundar í Northfield, sem 250 sækja, stendur fundurinn heilan mán- uð og er ekki rætt annað en trúmál. Þar kemur Robert F. Wilder fyrst til sögunnar, er síðar varð heimskunn- ur stúdentatrúboði. Hann var kristi- boðason frá Indlandi, en þá við há- skólanám. Þegar fundurinn var hálfn- aður, fær hann 21 stúdent til að und- irskrifa yfirlýsingu á þessa leið: »Jeg er fús til að verða kristniboði, ef Guð leyfir«. Við fundarlok voru þeir orðnir 100. Þessi eru upptök stór- merka fjelagsskaparins, sem Englend- ingar kalla »The student Volunteer Missionary Union« (S. V. W. U.) en mætti kalla á íslensku: Kristniboðs- sjálfboðalið stúdenta. Sama ár halda stúdentar frá Oxford og Cambridge á Englandi kristilegan fund í fyrsta skifti. Þegar Moody var að prjedika á Englandi (1882) bauð kristilega stúdentafjelagið í Cambridge honum að flytja erindi við háskólann. Lærðu mennirnir tóku honum samt svo fá- lega i fyrstu, »að aðrir hefðu afsak- að sig með kvefi«, en Moody vilnaði þar sem annarstaðar með fullri ein- urð um frelsarann, og árangurinn varð sá meðal annars, að 7 duglegir og stórefnaðir stúdentar háskólans, gerð- ust kristniboðar að loknu námi1). Áður en þeir fóru, hjeldu þeir áhrifa- miklar vakningaræður við flesta enska háskóla. Mynduðust nú smámsaman stúdentadeildir víðsvegar á Englandi, þar sem fjelagsmenn lofuðu að verða kristniboðar að loknu námi, ef Guð leyfði. Þegar Robert Wilder kom til Englands (1892) á leið til Indlands 1) »Sjöstirnið frá Cambrigde« sjá Heim ilisvininn I. ár, 3. hefti. hjeldu deildirnar fulltrúaþing í Edin- borg og gengu allar í eitt samband. Þá voru fjelagsmenn á Englandi 300, ári síðar 1500. R. Wilder kom og á helgunarfundinn, sem árlega er hald- inn í Keswick á Englandi. Hann flutti þar 10 mínúlna ræðu, ungur stúdent, Donald Fraser, kærulaus um trúmál, snerist við ræðuna, og er nú einhver merkasti trúboði í Afríku og ágætur rithöfundur. Svo atkvæðamik- ill var Donald Fraser, að 23 ára gamall var hann kosinn fundarstjóri slúdentafundarins mikla i Liverpool 1896, þar sem 700 sjálfboðaliðar úr all- ílestum evangeliskum löndum ræddu um kristniboð. Frá þeim fundi kemst hreyfingin til Norðurlanda. Stúdentar þaðan staddir á fundinum verða gagnteknir af kristniboðsáhuganum og hafa á- hrif á aðra, er heim kemur; síðan hafa jafnan verið einhverjir sjálf- boðaliðar við háskóla Norðurlanda, en oft fáir. Yfirleitt er harla lærdómsríkt að kynna sjer hvernig þessi krislniboðs- áhugi ungra mentamanna hefir farið eins og öflug áveita um ófrjó lönd, stundum greinst í margar smákvíslir og læki, en sumir þeirra vaxið aftur og streymt yfir sljetllendið, og alstað- ar elft bænrækni og fórnfýsi. »Alt fyrir Krist, svo að hann verði kon- ungur í hjörtum heiðingjanna«, Studd, hjet einn af »Sjöstirninu«, miljónaeigandi og besti knattleika- maður Englands, hann hafði snúist er hann las biblíuna fyrir bróður sinn veikann. — Þessi bróðir hans fór árið (J886) eftir brottför sjömenn- inganna einnig til Kina, og heimsótti á leiðinni ýmsa háskóla í Banda- rikjum til að tala máli kristniboðs. Meðal annars nam hann staðar í íþöku, þar sem Kornell-háskólinn er. Þar var við lögfræðisnám afbragðs

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.