Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1921, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.08.1921, Blaðsíða 5
BJARM I 141 Svenskar bækur. Bjarma hafa verið sendar til um- tals: Nordens Kristenhet och Kijrkans Enhet, Uppsala 1919, 168 bls. Verð 6 kr. Istands Kyrka och dess Stallning i Kristenheten, Uppsala 1920, 82 bls. Verð 3 kr. 25 au1). Den engelska Kyrkan och Kyrkans Enhet, Uppsala 1919, 100 bls. Verð 3 kr. 50 aur. Missionsuppgifter och Míssionsproblem, Akademiska Frivilliges Missionsfor- bunds 25 Ársskrift. Uppsala 1921, 190 bls. Verð 5,50. Olaus Petri-slofnuninni í Uppsöl- um, sem erkibiskup Svía er formað- ur fyrir, bauð ýmsurn kirkjulegum leiðtogum úr nágrannalöndum til að llytja erindi um kirkjur sínar við háskólann í Uppsölum. Eru þessi erindi birl í þrem fyrst-töldu bókum sem *Diakonistyrelsen« í Stockhólmi hefir gefið út. í fyrstu bókinni eru erindin eftir A. S. Paulsen biskup frá Víborg í Danmörku, J. Tandberg biskup í Kristianiu, J. A. Eklund biskup í Karlstað í Svíþjóð og A. Hjelt pró- fessor frá Helsingfors í Finnlandi. Þá (1918) var erfitt að ná til ís- lands vegna ófriðarins, og því kom erindi biskups íslands síðar og var prenlað í sjerstakri bók. Öll þessi erindi eru fróðleg og ættu að kom- ast til presta vorra. Mest er af sögu- legum fróðleik í erindi biskups vors, og verður kirkjusaga vor íslendinga ekki jafn ókunn á Norðurlöndum og áður, ef það nær góðri útbreiðslu, en minst er þar sagt frá safnaðar- 1) Verðið er alstaðar talið i svenskum krónum. starfi og öðrum kirkjulegum hreyf- ingum samtímans — af skiljanlegum ástæðum. — Svo sorglega fátt af því að segja. Af binum fyrirlestrunum er langmest efni hjá danska biskupnum, og hreinskilni og sanngirni í ríkum mæli í nútíma frásögninni. Prófessor A. J. Carlyle flutti erindið um ensku kirkjuna, er þar og mikill sögulegur fróðleikur, fremur lítið sagt frá nýjum kirkjulegum framkvæmd- um Englendinga, en langmest heild- aryfirlit frá trúarheimspekis sjónar- miði. Sami útgefandi hefir geíið út: Un- gerns evangeliska Kristenhet och Kyrkans Enhet, fyrirlestrar eftir bisk- up Hemrich Geduly og prófessor Em- erich von Révéz. Verð 3,25, og Tysk- lands evangel. Kristenhet, fyrirlestrar eftir prófessor G. A. Deissmann, síra F. Siegmund-Schultze, dr. B. Schalter og F. Rittelmeyer. Verð 3,25. Afmælisrit háskóla sjálfboða ilytur margbreyttan og ágætan fróðleik um kristniboð alment og um fjelagsskap stúdenta, sem ætla að verða kristni- boðar. 25 háskólaborgarar á ýmsum aldri frá öllum Norðurlöndunr — nema íslandi — eiga þar ritgerðir. Ættu ritgerðirnar um Kína, Indland, Abessina, Kongo o. fl. fult erindi til ísl. mentamanna, sem eru svo fá- fróðir, sumir hverjir, að þeir balda að heiðindómurinn sje eins afi'ara- sæll og kristindómur. Karl Friis, alþjóðaframkvæmdastjóri K. F. U. M., skrifar um fyrstu ár sjálfboðafjelagsins meðal stúdenta. Leyfum vjer oss að birta hjer nokk- ur aðalatriði úr þeirri sögu. Árið 1877, við fulltrúafund K. F. U. M. í Vesturheimi. Smalar Lúther Wishard, stúdent, 30 stúdentum á sjerstakan fund til að ræða um: Hvers vegna eru svo fáir fjelagar vorir sannkristnir? Það var byrjun

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.