Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1921, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.08.1921, Blaðsíða 2
238 jgJARMÍ fleiri orsakir til þess, þegar prestar sökkva sjer niður í önnur störf, sem embætti þeirra kemur ekki við. Þegar jeg var barn að aldri — í fjölmennu sjóplássi, þar sem eg ólst upp til 19 ára aldurs — og var ný- farinn að tala, þá var mjer og öðr- um börnum, sem jeg til vissi, fyrst kend signingin og svo ýmsar bænir og mörg andleg vers, og við vorum ámint um að signa okkur áður en við færum að sofa og að morgni, þegar við kæmum á fætur og kæm- um út, eins að Iesa bænirnar okkar og versin kvöld og morgna. Peim vana hefi jeg síðan jafnan viðhaldið, þó i veikleika sje, alt fram á þenn- an dag, nú á 81. aldursári, og eng- um stundum lífs mins betur varið. Jeg hefi fengið áþreifanlegar sannanir þess á efri árum, sem jeg læt ekki uppi að þessu sinni og hefi ekki lál- ið uppi; því yrði máske ekki trúað, þótt bókstaflega rjett sje frá sagt. í ungdæmi mínu voru að vísu hús- vitjanir, en mest var það að taka aldur manna, og að láta unglinga lesa á bók, en sú var föst venja prófastsins, sem þar var þá sóknar- prestur (síra Hannes Stephensen) að láta öll börn, sem fermast átlu á því ári, koma til kirkju og byrja að lesa fyrir honum barnalærdóminn með níuviknaföstu, og hjelst það sið- an á öllum sunnu- og miðvikudög- um, alt til þess á fermingardaginn, sem var oftast nær annarhvor hvita- sunnudagurinn. Barnafræðsla hans var góð og mjer enn að mörgu minnisstæð. Á öllum heimilum voru húslestrar um hönd hafðir og viðast tvisvar lesið á sunnu- og miðviku- dögum um alla sjöviknaföstu, og á vetrarkvöldum öllum var lesið í vöku- lok. Passíusálmarnir voru sungnir á hverju bygðu bóli, og aldrei fjell lestur niður og það þó sjógæftir væru og litlir tímar aflögu; víða voru börnin spurð út úr lestrinum. Aldrei var á sjó farið á helgum dögum, og engin helgidagavinna þar um hönd höfð á þeim árum. Börnum var kent að lesa og barnalærdómskver Balles, þau tornæmu lærðu að eins stóra stílinn. Sumir piltar fengu tilsögn i skrift, en þeir sem áttu fátæka for- eldra eða engan að, fengu þar í enga tilsögn, og var jeg einn þeirra vesal- inga, því náungans kærleikurinn var þá ekki svo aflags fær að geta rjett hjálparhönd. Meðan jeg var í Flateyjar- og Skálmarnesmúlasóknum á Breiðafirði (1861—1867) meðal hinna mentuðu og ágætu Vestureyinga og Múlsveit- inga, var þar kristin trú mjög í heiðri höfð. Húslestrar á hverju heimili og engin helgidagavinna án þess brýnustu uppáfallandi þarfir knýðu til, enda ber það bygðarlag af flestum að siðum og háttprýði. Um þau ár fór jeg víða sem sjómað- ur; undir Jökul, vestur á Látur og norður i Bolungarvík, vetur eftir vetur; alstaðar voru þá húslestrar á sunnudögum og vetrarkvöldum sem jeg til vissi, nema í ísafjarðarkaup- stað; þar var ekkert Guðs orð um hönd haft, nema þegar hinn sann- trúaði, guðrækni prófastur Hálfdán gat komið á messu í kirkjunni, sem oft var þó þunnskipuð, enda var ísafjörður þau ár að sækja um kaup- slaðarrjetlindi, sem var annars eðlis cn tilbeiðsla og lotning fyrir hinum lifanda Guði. í Bolungarvík, þessu fjölmenna sjóþorpi, þar sem um og yfir hundrað skipshafnir vóru á ein- um litlum sláð, og margir víða langt að komnir, voru þá víða húslestrar á helgidögum í verbúðunum, og sumir komu hver til annars að hlýða leslri. Aldrei var þar á sjó farið nokkurn helgidag á þeim árum. Mjer

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.