Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1921, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.08.1921, Blaðsíða 7
BJARMI 143 □ámsmaður, sem íramkvæmdarstjóri K. F. U. M. hafði útvegað húsnæði og Ijet sjer hugarhaldið um, enda þótt námsmaðurinn segðist engu trúa. Framkvæmdarstjórinn gerði stúdent- inum orð að hlýða á Studd. Stú- dentinn kom, þótti Studd lítill mælsku- maður, en hafa þó gott lag á að tala við samvisku manna, heimsótti hann daginn eftir, og telur afturhvarf sitt frá samtali þeirra þá. Þessi stúdent var John R. Mott, líklega afkastamesti og áhrifamesli kristindómsstarfsmaður heimsins und- anfarin 20 ár. — — Síðan þessi stúdentahreyfing hófst. hafa 8140 stúdentar gerst kristni- boðar frá Ameríku, 2245 frá Eng- landi, 177 frá Áslralíu, 109 frá Suður- Afríku, 60 frá Þýskalandi. um 30 frá Sviþjóð og eins Norvegi, 23 frá Sviss, 22 frá Finnlandi, 18 frá Hollandi, og 13 frá Danmörku. Raddir almennings. Austfirskur leikmaður skrifar 18. apríl p. á.: .... pakka pjer fyrir ritið, sem pú sendir mér (»Andkristni«) Fekk pað með bestu skilum og hefi lesið pað með at- hygli. Á höf. sannarlega pakkir skilið fyrir pað frá fleiriim en mjer. Af mjer er pað að segja, að jeg er hrifinn af pví. Heti ekki fundið sóknarprest minn; sendi honum ritið til að lesa, en hann var pá nýbúinn að lesa ritgjörðina í Bjarma. En jeg veit með vissu, að honum likar ritið ágætlega. Hann er maður sem heldur sjer fast við trúna, sem honurn var kend á bernskuskeiði og okkur innrætt með móðurmjólkinni. Á jeg par mikið góðri móður að pakka. Síðan jeg fæddist eru nú full 73 ár; en milclu skemmra er síðan jeg fór að hafa vit á og veita athygli pvi sem fram fór, — já, reyndar ekki nema stuttur timi. Og þegar jeg nú athuga breytingarnar á þessum stutta tíma, pá óar mjer við. Þær eru miklar. En eru pær til hins betra? Jeg segi nei. Vil jeg nefna dæmi: Þegar jeg man fyrst eftir mjer, fóru menn til kirkju af hverjum bæ á hverjum sunnudegi þegar messað var og fært var veður, en ófært var ekki talið nema hriðarbyljir og stórkostlegar rign- ingar. Pá var gengið til Guðs borðs tvis- var á ári. Og þá var lesið í heimahúum, byrjað á veturnóttum, — hugvekjur og hugvekjusálmar; með jólum fæðingar- sálmar með tilheyrandi hugvekjum; á föstunni Passiusálmarnir ógleymanlegu og föstuhugvekjur; og eftir páska upprisu- sálmar (sigurljóð). Pegar jeg fermdist var siður að börnin, sem ferma átti að ^vorinu, voru spurð í kirkju að lokinni messu. Byrjuðu þau að ganga til prests- ins fyrsta sunnudag í sjö vikna föstu (svo var um mig, og var messað alla sunnudaga í föstunni). Petta teljeggóðan og fagran sið. Pað er ekki lítið fræðandi fyrir börnin og þá fullornu (sem á hlýða). Pað voru fyrir mig ánægjustundir. En hvernig er petta nú? Messað á stórhátíð- um, fyrsta hátíðisdaginn, og stöku sunnu- dag á árinu. Húslestrar munu víðast hvar að leggjast niður. Og hver verður afleið- ingin? Um það er jeg ekki fær að dæma. Sá alvaldi hefur nóg ráð: Sjá, Drottinn vitjaði pin á eyðimörkinni, á ávaxtalaus- um eyðistað, þegar pú ákallaðir hann. Biðjið, og mun yður gefast. Petta stendur um aldur og æfi. Pegar alt kemur til alls, verður aðalatriðið þetta: Óltaslu Guð og haltu hans boðovð, pví að pað ber öllum mönnum að gera. Guðspeki og andatrú get jeg aðeins nefnt, en hefi lítið vit á. Sú rjetta speki hefur okkur verið kend, pað efa jeg ekki. En þessi andatrú, liún fellur mjer ekki. Hefi lesið lítilsháttar um stuðningsmenn hennar. »Ef þjer trúið ekki Móse og spámönnunum« .. . Ilvernig fór fyrir Sál? »Upp munu risa falskristar og falsspámenn, svo að í villu munu leiðast jafnvel útvaldir«.... Vestan frá Kyrrahafi 4. maí 1921. »Við íslendingar lijer i Seattle, erum nú alveg prestslausir þ. e. a. s. höfum engan íslenskan prest siðan síra Siguröur Ólafsson fór í s. 1. febrúarmánuði, til Gitnli brauðsins. Er það þó illa farið að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.