Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 2
186 BJARMl í hjarta þínu og bætir síðan daglega við þá byggingu. Hann gefur þjer bæði viljann og máttinn til fram- kvæmda. En þó því aðeins, að þú fyrst og fremst flnnir til þíns eigin algjörða vanmáttar og verðir að leita bans, sem »gefur örlátlega og eftirtölu- lausl« og fullkomnar hjá þjer »hvers- konar velþóknun á því, sem gott er.« Meistarinn er hjer! Gefðu þjer tíma til að tala við hann. Iíann er hjer hjá þjer á hverjum degi, til að fyrir- gefa þjer syndir þínar og til að gjöra þig glaðan og öruggan í meðvitund- innni um nálægð hans, — hjálpa þjer til að deyða í þjer »gamla mann- inn« og vekja þig til nýs og sífelt þrótlmeira lifs í Guði og gjöra þig —; ineð hverjum degi sem líður — hæfari til að vegsama hann og þjóna honum. Og minstu þess, að það er Meisl- arinn, sem er hjer. Hann er meistari í að hjálpa — einmitt mönnum eins og þjer og mjer. Dýrð sje hans heil- aga nafnif Jesús segir: Sá, sem trúir á mig, skal lifa þótt hann deyi. Og hver sá, sem lifir og trúir á mig, skal aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu? Dr. 0. Halle.sby, prófessor. Þýtt hefir Á. Jóh. Ferðabrjef til Bjarma frá Þýskalandi. Frá Ingibjörgu Ólafsson. p. t. Harnecopshöll 26. sept. 1921. þú baðst mig um að senda þjer línur sunnan úr sólskininu og er mál til þess komið, að jeg fari að sýna lit á, að verða við þessari bón þinni. Orsök ferðarinnar. Þegar jeg kom frá Englandi í vor hafði hópast svo mikið upp af störf- um handa mjer að jeg varð að leggja meira á mig en góðu hófi gegndi. Af þessu leiddi, að kraftarnir svöruðu ekki til krafanna, svo seinni part sum- ars fann jeg töluvert til hjartabilun- ar og varð því að taka mjer hvíld um tíma. Vinkona mín, sem býr í stórum herragarði nokluar mílur fyrir aust- an Berlín, bauð mjer að koma til sín. Ekkja Johs. prófessors Johnsens hafði boðið mjer að heimsækja sig í Nor- egi, en af tnörgum ástæðum vildijeg heldur fara til Þýskalands í þetta sinn. Jeg hefi verið hjerna á Harne- cop (nafn herragarðsins) hjer um bi/ mánuð og notið hvíldarinnar og næð- isins. Nú er jeg orðin svo frísk að jeg get vel farið að vinna aftur. Jeg fer til baka til Danmerkur í fyrra- málið. Ástandið í Þýskalandi fyr og nú. Eins og lesendur Bjarma ef til vill muna, var jeg send til Þýskalands (af aðalstjórn K. F. U. K. í Dan- inörku) í marsmánuði 1920, til þess að rannsaka kjör Dana í Berlín. Jeg bjó i húsi aðaldeildar K. F. U. K. í Berlín-Dahlens, sem kallað er Burckhardthaus, eftir Burckhardt presti, sem gekst fyrir stofnun K. F. U. K. á Þýskalandi. Það er stór og falleg bygging. »Skelfing hefir þetta hús hlotið að Vera dýrt«, sagði jeg við aðalframkvæmdarstjóra fjelagsins, ungfrú Zarnack. »Það kostaði okkúr ekki mikið«, svaraði liún, »við feng- um það gefins«. Það var dóttir Vil- hjálms keisara, sem hafði gelið fje- laginu andvirði þess á brúðkaups- degi sínum. Svo var neyðin mikil, að við lifð- um rnest á gulrætum. Á sunnudög- um fengum við 2 kartöflur hver, og var það hátíðarjettur. Á meðan jeg dvaldi í Berlín vai

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.