Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 6
190 BJARMI Fyrirgefið brjefið. Guð launi yður fyrir mig, Yðar einlægur vin Brandur. Spiritisminn á íslandi í augum Dana. Dönskum blöðum heflr i sumar sem leið orðið óvenju tiðrætt um spíritismann okkar. Tilel'nið er erindi Haraldar pró- fessors Níelssonar fyrst á fundi sálarrann- sóknarmanna í Kaupmannahöfn og síðar flutt víðar í dönskum borgum að beiðni danskra spíritista. Peir eru lítilsmetnir bæði sem trúmála- og vísindamenn í Danmörku og þótti því meir en lítill fengur í að fá guðfræðisprófessor til að flytja mál sitt svo ákveðið sem H. N. gerir. — Oðrum fanst fátt um, eða voru alveg forviða, ef dæma má eftir umsögn- um danskra dagblaða. »Poleliken«, sem talið er vantrúarblað, hæddist hvað eftir annað að frásögum lians um »draugagang- inn á Islandi((, og kallaði liann oft anda- særingamann (.Aandemaner). Köbenhavn, sem talið er vinveitt »sálarrannsóknum«, flutti grínraynd af prófessornum, og lætur þar borð og stóla dansa umhverfis hann. »Dagens Nyheder« gerir gis að frásögn hans um blindfulla anda, sem komið hafi á einn fundinn í Reykjavik. Pessi blöð höfum vjer sjeð og lesið greinarnar, en mælt er að ýms fleiri blöð hafi tekið i sama streng og lýst undrun sinni ýmist með háði eða alvöru yfir því að H. N. skyldi vera prestakennari í þjóðkirkju fslands. Haft er eftir mætum leiðtogum þjóð- kirkju Dana, að þá langaði ekki sjerlega mikið i »kirkjuleg áhrif« frá íslandi, ef þaö væri petta sem helst væri hægt að miðla hjeðan; og guðfræðisprófessorar danska háskólans voru meira en forviða. Trúmálablöðin sögðu fátt, virðist sem þau haíi sumpart talið, að hjer væru þær íirrur og fjarstæður á ferð, að engu tali tæki og sumpart búist við að »systur- kirkjan« á íslandi mundi telja það móðg- un við sig, ef þau gagnrýmdu andatrúar fyrirlestrar H. N. hispurslaust, Pó er auðsjeð á Kristilegu Dagblaði að trúmálamenn danskir hefðu ekki til lengdar tekið kenningum H. N. með þeirri þögn og þolinmæði, sem ílestum klerkum þjóðkirkju vorrar er tamt. Blaðið flytur 23. sept. s. 1. svo hljóðandi skýrslu um eitt erindið og umræðurnar, sem það vakti. oKirkjaii og 8álarraunsókuiriiar«. Um það cfni flutti Haraldur Nielsson, prófessor við háskóla íslands, erindi i gærkveldi í samkomusal lestrarfjelags kvenna. Sálarrannsókn er öilug liréifing í Eng- Jandi, Ameríku, Italíu o. fl. löndum sagði H. N. Fólk býst víð nýungum frá spiri- tismanum. Kirkjan játar eilífn lífi, en heimtar trú. Páll og frumkristnin átti pekkingu á upprisu Krists. Spirilismi vorra tíma hefir endurtekið það. Hann vill þekkingu. Æðri spíritisminn er ná- skildur frumkristninni. Trúfræðiskerfi kirkjunnar er ef til vill annað en frumkristni. Hvar eru þau teikn í kirkju vorra tíma, sem talað er um siðast í Markúsar guðspjalli.? Postulasagan segir frá mörgu, sem nú er kallað með fyrirlitningu andatrúar fyrirbrigði. Ræðumaður nefndi sem dæmi hvítasunnu-undrið og engilinn, sem leiddi Pjetur út úr fangelsinu. Hvaða kirkjudeild hefir nú af slíku að segja? Spíritistar i Ameríku, Englandi og Frakklandi reyna stöðugt svipað. Guðsþjónustur kirkjunnar eru nú mjög ólikar þvi sem fyrst var. Pá töluðu spá menn. í fruinkrislni trúðu mcnn að andar töl- uðu við sig. Peir keptu eftir sambandi við þá. Biblíuþýðendur hafa ekki ætið liaft kjark til að þýða biblíuna rjett. Að skoðun postulanna geta andarnir verið bæði góðir og vondir. Ohreinir andar komu óboðnir þá sem nú. Pví livetur höf. hins svo nefnda 1. Jóh. brjefs lesendurnar til að prófa andanna. »Hinir andlegu« á dögutn postulanna eru þeir, sem nú eru nefndir miðlar. Á ókomnuni árum fær alt mannkynið hlutdeild í þeim hæíileikutn. Jafnvel spámenn gamla sátt- málans dreymdi um það. Fundir spiritista eru alveg liið satna og guðsþjónuslur frumkristninnar í Kor- intu. Páll og Pjetur postular voru oft í miðlaástandi (»Trance«).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.