Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 8
192 BJARMÍ »Ekki verður pví neitað, að einkenni- legir atburðir liafa komið fyrir prófessor- inn við (andatrúar)-tilraunirnar. Eilt kvöldið voru andarnir meira að segja fullir! Maður á bágt með að trúa cyrum sjálfs sín, er prófessor í guðfræði fer með annað eins«. Greinin endar svo: wKirkjan varar því við að fást við spíritisma. Hún verður að vera gjörsamlega andstæð ann- ari eins lijátrú. fegar hún sjer að- sókn nútíðarfólks aö þessum miðlafund- um, minnist hún orða Lúthers um að heimurinn sje svipaður fullum manni á asnabaki, sje honum hjálpað á asnabak öðru mcgin, þá deltur hann af baki hinu megin. Heimurinn er orðinn þreyttur á vantrúaðri efnishyggju, en steypist svo út i hjátrúna. Vísindin og kirkjan verða hæði að andmæla spíritisma. Vísindin gera það fálega og hcimta sannanir. Ivirkjan getur ekki tekið honum fálega, hún hlýtur að gagntakast af gremju og hrygð yfir þessu skaðræði sálnanna, sem mörgum hefir þegar komið á kaldan klakaw.-------- fað þarf enginn að segja Dönum úr þessu í frjettaskini að trúmálaástandið í þjóðkirkju íslands sje ærið frábrugðið þvi, sem þeir telja efnilegt. Þeir hafa heyrt það sjálfir við að hlusta á anda- trúarerindi prestakennarans Har. Niels- sonar. r, --------^ Hvaðanæfa. Ntjjar bœkur, sem hlaðinu liafa verið sendar til umtals og getið verður um smám saman. Frá Guðni. Gamalíelssyni: Laotse: Bókin um veginn. Tobelius: Bók náttúrunnar 3. útg., í h. kr.3. H. Bríem: ísl. málfræði 4: útg., í b. kr. 3,50. J. A. Friis: Munkafjarðarklaustur. Steingr. Arason: Sextíu leikir, í b.; kr. 2,40. Frá Sigurði Kristjánssyni: Einar Benediksson: Vogar. Guðm. Friðjónsson: Sex sögur. Frá Sigurjóni Jónssyni: O. Ricard: Níu mjmdir úr lífi meistarans. Tíu æfintýri handa börnum. Frá Jóhs. Sigurðssyni: Fr. Miiller: Biblían er guðs orð. Frá E. Aasbö: Hverju eigum vjer að trúa. Innilegar þakkir fyrir 300 kr. gjöf til kristniboðs í Kína með brjefi dags. (>. okt., — upphæðina afhentum vjer kristniboðs- fjelaginu — og 10 kr. frá Seyðfirðing til Kristniboðsfjelags kvenna. Ljósgeislar III. og IV. flokkur, hver með 13 litlum litmyndum, flestum úr nýja testam. og islenska útskýringu á baki, eru nýprentaðir. I. og II. flokkur er alveg uppseldur i Heykjavik, og sje nokkuð til óselt af þeitn hjá útsölumönnum eru þeir vinsamlega heðnir að endursenda það með fyrstu póstferð. Þessir Ljósgeislar eru fyrst og fremst ætlaðir sunnudagaskólum og myndirnar eiga við texta þeirra þetta ár, en auk þess má nota þá við alla bibliusögukcnslu. Foreldrar og kennarar barna þeirra sem eignast þá, ællu að sjá um að börnin læsu þá biblíukalla, sem talað er um á hverju blaði, því ella fer margt af útskýringunum »fyrir ofan garð og neðan«. Sömuleiðis verður það börn- unum lil blessunar að læra þau passiu- sálma vers, sem nefnt er í livert sinn. Vjer sendum í haust póstkröfur til all- margra, er skulduðu blaðinu, og kunnum þeiin bestu þakkir er íljótt og vel hafa greilt þær. Nokkrir höfðu að vísu sent borgunina rjett áður en krafan kom til þeirra og er þá cðlilegt að krafan sje endursend óborguð, enda hefir það ekki vakið óánægju nema hjá einum svo vjer vitum. Fáeinum liættum vjer að senda blaðið í liaust vegna ógreiddra skulda, þeir fá það alt, ef þeir borga. — Síðan seinast var auglýst liafa þessir borgað blaðið auk þeirra er kvittun liafa fengið skrifiega: Allir kaupendur blaðsins við Cypress River og Glenboro pósthús í Man. Can., J. Fr. J. Brekknakoti, M. E. Svinanesi, I. Á. Valþjófsstað, Þorv. Hvammi. S. H. Skógskoti 2 eint., St. Fr. Hóli, J. J. Stokkseyri, S. Ó. Kirkjulandi, J. Illuga- stöðum, S. Ó. Suðurhól, Á. S. Miklaholti, G. Guðm. Hóli 3 eint., G. Halld. Brekku 4 eint., J. H. Þórshöfn 3 eint. Framh. Útgefandi Slgurbjörn Á. Gíslnson. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.