Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 7
BJÁRMI 191 Varfærni er mjög nauðsynleg við tii- raunir spiritista. Menn eiga að fara til þeirra með helgum tilfinningum eins og til kirkju. Djöfulæði er sannreynd. Sálar- rannsóknir sanna par skoðun Krists. Nýguðfræðin grefur á hinn bóginn grund- völlinn undan trúnni á [Krist. Pví ætti kristin kirkja að vera þakklát spiritis- manum. Spiritisminn hefir eytt trúnni á eilífa glötun og óverulega grafartilveru til efsta dags, kirkjan ælti að vera pakklát fyrir það eins og fleira frá spiritismanum. Viðburðirnir á ummyndunar fjallinu var andabirting eins og hjá spiritistum (spir- tistisk Seance). Ræðumaöur bjóst við andatrúar end- urbót eða siðabót innan kirkjunnar. Dómpvófastur Martensen — Larsen (frá Hróarskeidu) tók pá til máls og þótti nýjatestamentisskýring prófessorsins at- liugaverð, í N.t. er ekki verið að lala um sálir framliðinna (i slíku sauibandi). And- arnir, sem um er talað, eru ekki sálir framliðinna. Hefði Pált verið spíritisti, liefði liann ekki skrifað eins og hann gjörði til safnaðarins í Korintu í upp- risukapítulanum (I. Ivor. 15.). Par er ekki vikið að sálum framliðinna. Jesús leiðbeinir aldrei til samlals við sálir framliðinna. Mjer værí ómögulegt að fara pann veg, sem spíritisminn bendir á. Og mjer er óskiljanlegt, að preslur skuli kœra sig um slikt1). Spíritisminn prjedikar ekki aftur- hvarf og trú. Meðalgöngumenn opinber- unarinnar i N.testam. voru heilagir menn, en pað eru miðlar nútimans ekki. Bókin Raymond eftir Oliver Lodge er lirœðileg (skrækkelig). Vjer erum fúsir til að læra al' sálarrannsóknum, en vjer kærum oss ekki um samband við tramliðna vini eftir peirra aðferðum. Pegar á alt er litið, mun spíritisminn naumast verða til hjálp- ar heldur til sundurdreifingar. Aðalkjarni N.testam. er Kristur og Guð í honum. Vjer vitum ckkerl annað oss til sálulijálp- ar en Jesúm Krist og hann krossfestan. Prófessor Har. Nielsson taldi petta alt trúarkreddukerfi og lcannaðist ekki við að hafa sagt að andarnir í N.testam. væru sálir framliðinna. En komi það í ljós að þeir andar, sem vjer komumst i samband við, sjeu sálir framliðinna vina vorra, livað þá? t) LeturbreyUugar hjer. Sira Einar Olsen, frá Nasaretkirkjunni, sagði að prófessor H. N. hefði verið að reyna að koma spíritisma inn i N.testam. og skýrt pað algerlega ótilhlýðilega. Kristur er ljós heimsins og annað purf- um vjer ekki. Pegar hjer var komið, tóku áheyrendur að tala fram í, hlæja og ókyrrast rnjög, svo auðsætt var að árangurslaust var að haida umræðunum áfrarn. Prófessor H. N. sagði við umræðurnar að honum bæri ekki að finna að við presta annarar pjóðar. Vjer vitum ekki hvort þetta átti að vera tilraun til að draga úr aðfinningum við hann sjálfan. En urn pað leyfum vjer oss að segja, að sú regla kann að eiga við, ef prestar annarar pjóðar gæta heimahaganna einna, og ráðast ekki á oss í ræðu eða riti, en komi þeir liingað, verða þeir að sætta sig við »kritik«, og gagnvart prófessor H. N., sem er bæði guðfræðingur og prestakennari, verður hún hvergi mjúk- hent nema meðal spíritista«. í sama tölublaði er ritstjórnargrein, er heitir: sKirkjan, vísindin og spíritisminn«. Par er talsvert vikið að fyrirlestrum H. N. i Danmörku um andatrúarfyrirbrigð- in á íslandi. Hefir Haraldur gert mikið úr að »biskup íslands« (Hallgr. Sveins- son) ánetjaðist í það mál í veikindum sínum, og það hefir Kristilegt dagblað, eins og mörg önnur dönsk blöð, skilið svo sem núverandi biskup ísiands liefði andatrúarfundi heima lijá sjer — og er alveg ráðalaust yfir peim ósköpum. Tveir góðkunnir Reykvíkingar sneru sjer sam- dægurs til ritstjórans og sögðu lionum hið sanna i þessum efnum, og leiðrjetti hann svo í næsta blaði, biður afsökunar á að hafa borið biskupi Jóni Helgasyni slíkt á brýn og segir liver biskupinn liaii verið, sem II. N. sje að tala um. — Um H. N. sjálfan segir liann meðal annars: »Menn geta ekki annað en orðið forviða á þessum guðfræðing, bæði sem vísinda- manni og prestakennara.' Andatrúarfram- koma lians er ekki í góðu samræmi við pau hlutverk. Jafnvel blaðið »Pólitiken« sjer pað og skrifar: »Pað er að eins dálitið erfitt að skilja hvernig hann getur verið bæði háttsettur meðlimur þjóðkirkju og særingamaður (Aandemaner)«. »Kristilegt Dagblað segir siðar i sömu grein:

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.