Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XV. árg. Reykjavík, 1. nóv. 1921. »Meistarinn er hjer og vill finna þig«. Jóh. 11, 19—44. 24. tbl. Meistarinn er hjerí Jóh. 11, 19-44. Þá íór hiin burt og kallaði á systur sina, Mariu, og sagði einslega: Meistarinn er hjer og vill finna pig. María sat grátandi, af því að bróðir hennar var dáinn. Og altaf var hún að fárast um það, hvers vegna Jesús komi ekki, er þær systur gerðu lion- um boð um, að Lazarus væri orðin veikur. En þá kom Marta og livíslaði að henni: »Meistarinn er hjer og vill finna þigl« Og er hún heyrði það, stóð hún skjótt upp og fór út til hans. — Já, þetta er svo eðlilegt og auðskilið. Hugsaðu þjer, ef þú værir í nauðum staddur og fengir svo boð um, að Jesús væri kominn og vildi finna Þigl Kæri vinur! Nú kem jeg til þín og hvísla þessu sama að þjer: Meistarinn er hjer og vill finna pig. Hann er hjer. Einmitt bjerna hjá þjer. Nú á þessari stundu. Hann hefir fengið boðin, sem þú sendir honum. Vegna neyðar þinnar er hann kominn, ef ekki af öðrum ástæðum. Og nú er hann hjer hjá þjer með allan sinn fyrirgefandi, meðaumkv’narsama og miskunnandi kærleika. 0o nlt vald hefir hann, svo að hann getur hjálpað þjer, hversu bágt sem þú átt. Ó, að jeg, með þessari orðsendingu, gæti fengið þig til að gjöra eins og María! Legðu þetta blað frá þjer, stattu skjólt upp og farðu á fund Jesú. Og segðu honum, eins og María, það sem þjer liggur þyngst á hjarta. Jesús bíður eftir þjer. Ef til vill er hann búinn að bíða þín lengi. Hví ber þú ekki fullkomið traust til hans? Hvi erlu svo þögull um það, sem að þjer amar? Segðu honum alt: um veraldlega hugarfarið, sem leggur eyðandi hömlur á þitt hulda líf í Guði, — um kuldann, sem hel- lekur hjartað, — um hinn ýnmlega syndavana, sem þú berst svo linlega á móti, og um það, hversu ragur þú ert að kannast við nafn hans og hvernig þú lætur ónotuð tækifærin til að þjóna honum. Segðu lionum alla lirakfarasögu þíns daglega lífs. Því að hann er hjer og vill tala við þig. Og mundu eftir þessu: Vonleysi þitt og úrræðaleysi er ekki honum til fyrirstöðu. Þvert á móti. Full- komna lijálp veilir hann þeim einum, sem finna til síns eigin vanmáltar. Pegar Lazarus var dáinn, sagði Jesús hin ógleymanlegu orð við sorgbitnu systurnar: Jeg er upprisan og tifið. Þegar öll önnur sund voru lokuð, fengu þær að reyna hverju kraftur Krisls orkaði. Eins verður þú að deyja frá syndinni og muntu þá reyna að Kristur er megnugur að vekja þig til nýs lífs. Lát þú þjer aldrei gleymast það, að á rúslum þíns eigin singjarna lífs leggur Jesús grundvöll musteris síns

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.