Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 5
B JARMI 189 aði yfirhöfuð nokkuð, en mjer fanst og hefir oft fundist, að jeg standa þar augliti lil auglilis við alskygnan dóinarann, hinn eina, sem sjer rjett og metur öll manna verk bæði góð og ill. Og þá fann jeg einnig betur en fyr að líf mitt var spilt og saurgað synd. — — Síðnn hefi jeg fiækst land úr landi, og sjeð margt og heyrt, en ekki hefir mjer tekist að gleyma barnsaugunum, er mændu ótlaslegin á mig, eða að útrýma lil fulls hugsunum þeim, er þau vöklu með mjer«. Hjer þagnaði gamli maðurinn. Frá- saga hans hafði snortið mig mjög. Var jeg búinn að íinna föður minn? Var það mögulegl? Jeg þóttist þess fullviss að ungbarnið, sem liann hafði verið að segja mjer frá, var jeg sjálfur. Átli jeg að segja honum frá því? Mundi það gleðja hann eða hryggja? Eða mundi það valda hon- um of mikillar geðshræringar? Jeg var að velta þessu fyrir mjer, þegar hann leil á mig döprum, tárvotum augum. »En ef það hefði verið barnið mitt?« mælti hann í veikum róm, »og jeg hefi ekkert skeytt um það — ekkert hjálpað því«.---------Þá laut jeg ofan að honum, tók um báðar hendur hans og sagði svo rólega sem mjer var unt: — Barnið, sem þú varst að tala um áðan — er — er jeg sjálfur«. Það var eins og hann ætti örðugt með að átta sig á þessu. Hann horfði á mig þegjandi stundarkorn, augu hans hvíldu á mjer með ósegjanlegri óttablandinni hrjTgð, en svo fóru tár- in að renna ofan kinnar hans og hann þrýsti mjer að brjósti sínu. — Getur það skeð — er það mögulegt — ert þú — drengurinn minn? í*að hlýtur svo að vera. Svipurinn þinn — svipurinn hennar — ó, hvað þú ert líkur henni. — Þetta hlaut svo að vera. Æ, en hvar er hún sjálf? Lifði hún enga gleðistund — átti hún ekkert annað en smán og harm? »Berum ekki áhyggjur út af því«, sagði jeg. Hinn sami Guð, sem leitt hefir vegi okkar sainan, sjer og henni farborða — alt er á valdi hans«. »Satt — það er satt, drengurinn minn«, sagði hann. »Vegir hans eru vísdómur og gæska«. Hann lifði rúman mánuð eftir þetla. Mjer verður sá tími ógleymanlegur og dapurt virtist mjer lííið daginD, sem hann var borinn til grafar. Að öllu þessu liðnu tinst mjer það vera fagur draumur, að jeg hefi not- ið ástriki föður mins, jeg hlýt víst bráðlega að vakna munaðarlaus að venju. En jeg finn að endurminning- in um hann horfinn veitir hlýinda- straumum að hjarta minu, og hlúir þar að vorblóuiunum, sem þjer gróð- ursetluð þar fyrstur manna. Þegar jeg lít til liðins tíma, fyllist jeg undrun og aðdáun yfir handleiðslu Guðs á högum minum; framtíðina fel jeg honum, sem ávalt hefir hjálp- að mjer og stutt. Eitt er það þó, sem veldur mjer hrygðar, og i sambandi við það spyr jeg sjálfan mig oft: Hvar er hún móðir mín? En þeirri spurningu fæ jeg vist aldrei svarað. Veslings ógæfu- sama móðir mín! ó, að hún vissi um náð Guðs og hjálp! Jeg vildi hún vissi hvað Guð hefir hjálpað drengnum hennar! En mjer þýðir ekki að brjóta heilann um þetta efni. Guð veri henni líknsamur, þess bið jeg oft. Áður en langt um líður bregð jeg mjer til Islands. Berið systur yðar kveðju frá mjer, ef hún man eftir mjer. Hvað mjer sárnaði, þegar hún trúði henni Jónu!

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.