Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 3
BJARMI 187 uppreisn, orsökin var að kægrimenn höfðu brotist til valda. Eitt kvöld skutu uppreisnarmenn- irnir 12 yfirforingja skamt frá okkur. Það kvöld mun mjer jafnan minnis- stætt verða. Það var niðamyrkur úti og sallarigning, það var líka myrkur inni, við köfðum ekkert ljós, — nema þegar brá fyrir glampa af skotunum. Nóttina áður en jeg íór aflur til baka til Danmerkur gisti jeg i stúdenta- beimili nál. Stettiner-járnbrautarslöð. Framkv.stj. K, F. U. K. Norðurlanda- búa í Berlín var með mjer. Við böíð- um liafl margt fyrir stafni og vorum bæði þreyttar og svangar þegar við komum til næturslaðar okkar. Við bpðum um mat, en okkur var svarað, að það liefði ekki neitt afgangs, ekki einu sinni þurt brauð. Svo liug- kvæmdist okkur að biðja um heilt vatn. Það var ágætt ráð, okkur lil)rn- aði svo vel á því. .leg bafði dálítið vasaljós bjá mjer, en þegar jeg bafði lýst inn í skápana og undir rúmin í kerberginu olckar dó ljósið. Við bátl- uðum f kolamyrkri. — Jeg flulli böfðalagið inilt til þess að vera í minni hættu, ef skotið yrði inn um gluggann. Það er eiginlega undarlegt, bvað maður verður rólegur, þegar veruleg bætla er á ferðuni. Þegar við vorum komnar í rúmin og höfðum skrafað saman dálitla stund, var barið að dyrum bjá okkur. Okkur hægðist mikið þegar við heyrð- um, að það væri stofustúlkan. Slall- systir mín opnaði hurðina og stúlkan kom inn með dálítið kerli í annari hendi og disk með nokkrum sneið- um af þurru brauði í hinni. Hún sagði að þetta væri skamlurinn sinn þann dag, og að bún vildi biðja okkur að gera svo vel og borða hann. Hún hafði geymt þessar brauðsneiðar af því að liún hafði fengið dálitið meira af öðrum] mat en hún var vön.l Nú hafði henni runnið svo mjög til rifja, að við urðum að fara svangar í rúm- ið, að hún gat ekki háttað, fyr en hún hafði laumast til okkar með þetta. Kærleiksgjöf þessarar óþektu þýsku vinnukonu gleymi jeg aldrei. Jeg minnist þess, að þegar þessi atburður barst einu sinni í tal á milli okkar Alfred Povlsens, skólastjóra í Ryslinge, sagði bann: »Já, svona eru nú mann- eskjurnar«. Við notum annars þá setningu oftast þegar við erum að barma okkur yfir hvað heimurinn sje vondur, og okkur gleymist þá oft í þessum svartsýnisköstum — að svona góðar geta manneskjurnar líka verið. Næsla dag fjekk jeg með herkjum farseðil til Danmerkur. Á járnbraut- arstöðinni sögðu yfirmennirnir við inig, að vel gæti átt sjer stað að skolið yrði á lestina, jeg svaraði þeim að maður gæti alveg eins átt á bættu að verða skolinn á götunum i Berlín og kváðu þeir það satt vera. Jeg komsl heilu og böldnu til Danmerk- ur. — Kvöldið, sem jeg kom aftur til Hafnar, (21. mars) bafði Ólafía Jó- bannsdóllir talað í staðinn fyrir mig á fundi aðaldeildar K. F. U. K. Stúlk- urnar í skrifstofu K. F. U. K. sögðu mjer, að hún hefði verið dauðbrædd um, að jeg myndi verða rnyrt i Ber- lín, og liún bafði gert þær svo skelk- aðar — því þær kjeldu víst að hún vissi meira en alment geristl — svo þær þóltust mig úr kelju heimt liafa. Petla var dálílið af endurminningum mínum úr þeirri ferð. Mikið befir alt breysl lil batnaðar í Þýskalandi á þessum 18 mánuðum, sem eru liðnir síðan. Jeg sá breyt- inguna strax, þegar jeg kom til Warnemúnde. .Fyr voru járnbrautar- klefarnir svo óbreinir að þeir gljáðu

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.