Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.11.1921, Blaðsíða 4
188 BJARMI og járnbrautarþjónarnir voru í verstu fatagörmum. Nú voru Vagnklefarnir hreinir og járnbrautarþjónarnir vel- klæddir eins og fyrir stríðið. Fyrstu nóttina, sem jeg var í Berlín, gisti jeg í hóteli K. F. U, M. (Hospiz Michael) í Wilhelmsstrasse 24. í mars 1920, þegar jeg kom þar síðast, var þar mjög óhreint eins og alstaðar ann- arsstaðar, því vesalings fólkið hafði enga sápu. Nú var alt prýðilega hreint, jeg hafði fyrirlaks herbergi, það kostaði 40 mrk. (þ. e. 2 danskar krónur). Jeg get mælt það besta með þeim gistingarstað. Fyr var neyðin dæma- laus. Nú get jeg ekki sjeð vöntun á neinu nema sykri og smjöri. Þjóðverjar eru iðjusamir og dug- legir og þótt ok það, sem hvítir á herðum þeirra, sje þungl, munu þeir þó hrisla það af sjer fyr en nokkurn Vai'ir. [Framh.]. Heimilið. Deild þessaannast Guðrún Lárusdóttlr. V- .............—4 Hvar er bróðir þinn? Saga eftir Guðrúnu Lárusdótlur. Jeg hlýddi þegjandi á orð konunn- ar; þótt jeg skildi ekki alt sem hún sagði, skildi jeg samt nóg til þess að vita að hjer var um glæp að ræða; og þeirri hugsun laust sem leiptri í mínum, að jeg væri sjálfur valdur að glæpnum. Hvort konan hefir sjeð að mjer brá, veit jeg ekki, en jeg man að hún horfði hvasst til mín sem allra snöggvast, svo hjelt hún áfram að hagræða unga barninu, sem hún velti alla vega í kjöltu sipni. Hún ljet dæluna ganga; »þjer hefðuð átt að sjá hann þegar hann kom í mínar hendur. Sá var nú ó- burðugur, skinhoraður — hálfdauður. Og svo heldur hreppsnefndin hjerna að jeg geti fitað hann fyrir skitnar 20 krónur um mánuðinn!« »Hvernig atvikaðisl þetta með barnið? »spurði jeg hikandi«. wÞað fanst úti á víðavangi krakka greyið. Smalinn á (Irund var að hóa saman kindum, og rakst á þetta undir steini. »Hefirmálið ekki verið rannsakað?« spurði jeg. »Jú, jú, svo álti það að heita: En það hafðist lítið upp úr því. Hjer kemst aldrei neitt upp af því, sem þörf er á. Enginn veit neitt og svo fellur málið niður, þegar menn eru hættir að tala um það. Vitanlega er margt og mikið skrafað«. »Og grunur lagðist á einhvern sjerstaklega?« spurði jeg. »Já og nei, eftir því hvernig á er litið«, svaraði konan. »Hjer úði og grúði af síldarveiðarfólki úr öllum áttmn, og jeg held flest af því hafi fengið svipað orð, þótt sumar stúlk- urnar sköruðu fram úr hvað fram- ferði snertir. En svo hvarf það alt silt í hvora átlina, enginn vissi hvert. Barnunginn sá arna ber þess ljósastan voltinn hvernig hegðunin þess var«. Hún stóð upp og lagði barnið í rúmið. Jeg var sem þrumulostinn. Þegar konan var farin burt úr herberginu, gekk jeg að rúminu og fór að virða barnið betur fyrir mjer. Andlitið var fölt og vesaldarlegt og barnsaugun lilu við mjer angistarfull og syrgj- andi: — Eru allir menn vondir — á enginn þeirra kærleiksneisla til handa örsmáu barnshjarta? Jeg vissi varla livað jeg hugsaði þessi augnablik hjá litla barninu eða hvort jeg hugs-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.