Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1922, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.03.1922, Blaðsíða 5
B JARMI 37 ur um, að það er máltur guðs, sem hér er með í verki. Þegar Hickson fyrir mánuði siðan, fór á gufuskipi frá Hankow til Chang- slia í Hunan, þá byrjaði skipstjórinn enski að masa við hann undir kveld- verði. Hann sagði: »Eg hefi heyrt um athafnir yðar, en þér skuluð eigi ímynda yður, að eg hafi nokkra trú á þeim. Það er náttúrlega helber hé- gómi altsaman«. Nú. Hickson sagði litið við þessu, en þá er skipstjóri síðar um kveldið sagði honum, að axlarliðurinn á sér væri stirður og þetta hefði þjáð sig í mörg ár og ylli þvi að hann hefði eigi full not þess handleggsins, þá spurði Hickson hann hvort honum væri á móti skapi að hann bæði fyrir honum. Já, víst mætti hann það, ef hann héldi að það yrði til gagns. Nú lagði Hickson hendur á sjúka staðinn og bað fyrir skipstjóranum. Og mikil og fagnað- arfull var gleði og undrun skipstjóra þegar hann fann hvernig öxlin varð alt í einu heil, svo að hann gat rétt handlegginn alveg upp. Fögnuður hans var svo mikill að hann fór á allar samkomur Hicksons í Changsha og fékk mikinn hluta af útlenda kaupsýslufólkinu þar lil að koma með sér. Þarna í Changsha var meðal sjúkl- inganna, er leituðu sér heilsubótar, einn holdsveiklingur, er í mörg ár hafði kristinn verið og tilheyrir söín- uði norska trúboðsins. Hann var mjög veikur, allur með sárum og átti erfitl með að ganga. Hann var borinn á fyrsta fundinn og aftur heim á trú- boðsstöðina. Daginn eftir fanst hon- um sér hafa batnað svo, að hann gæti ekið á fundinn. En þegar hann kom út af fundinum var hann svo hraustur, að hann tók sig til að ganga til baka sem er hálfrar stund- ar leið. Fegar hann kom heim hitti liann einn af kvenlrúboðum vorum og sagði við hana: »Viltu sjá mátt guðs?« Svo sveiflar hann til hand- leggjunum og stökk út yfir völlinn. »Og nú get eg sungið«, sagði hann, »eg sem í mörg ár hefi eigi getað sungið«. Og all kveldið gekk hann hugglaður fram og aftur í götuka- pellu vorri og söng sálma. Síðar fór hann burl til heimkynna sinna og var þar skoðaður af lækni, sem lýsti því yfir, að honum væri að fullu batnað. Það mætti telja upp íleiri dæmi, en eg er hræddur um að þetta sé orðið of langt mál. Að vissu leyti er það heldur eigi þessi árangur sem mest hefir hrifið oss. Það er mest hreif oss, var Hickson sjálfur. Hann er svo algerlega náttúrlegur og heil- brigður kristindómur hans. Maðurinn er laus við alla tilgerðartilfundninga- semi og leiðslufulla áhrifaviöleitni. Þá eru ræður hans merkilegar. Þær sýna, að hann er fullur af heilögum anda guðs. Lika má nefna óbeit hans á sértrúarflokkum og ina föstu kröíu hans um að þessu starfi sé haldið innan almennu kirkjunnar. »Einung- is með því að endurvekja ina and- legu lækningagáfu mun kirkjan geta að fullu leyst það verkefni af hendi, sem drottinn hennar hefir fengið henni«, segir hann. Kuling Kiangsi, China, 21. júli 1921. Birger Sinding. Jóhannes L. L. Jóliannesson þýddi. * * Höf. þessarar greinar er oss ókunnur, en timarilið »For Kirke og Kultur«, sem greinina flutti liðið haust, er mjög var- kárt gagnvart 'öllum kraftaverkasögum, hefir aldrei fyr, svo vjer munum, minst á slíkt, enda þótt lækningar með fyrir- hænum sjeu ekki mjög fátíðar i Norvegi sem víðar á Norðurlöndum. Að norski kristniboðinn sendir greinina til þessa

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.