Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1922, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.03.1922, Blaðsíða 11
BJARMI 43 í friði lál mig hverfa heimi frá; þitt hjálpræði min augu láttu sjá; til eilífs dauða dæmdur þræll jeg var, cn Droltinn Jesús mínar syndir har. Að því búnu mælti hann veikum rómi: »Sannlega hafa þessar einföldu hendingar verið skilaboð guðlegs friðar og huggunar til hjarta míns í þessum veikindum mínum; huggar- inn, Guðs góði heilagi andi, hefir mint mig á þær cftir marga dimma og þunga daga«. — — — Meðan jeg var að segja þessa sögu í Sl. Pálskirkju í Halifax, þá varð mjcr lilið á herramann einn gamlan, sem sat gegnt mjer í lokuðum slóli; jeg sá að lionum brá við söguna; jeg sá cigi belur en hann tilraði all- ur og undarleguin ljóma brygði fyrir í augum hans; en mest fjekk það á hann, þegar jeg sagði frá unga her- foringjanum. Þegar búið var að syngja sálminn eftir prjedikun, gekk jeg inn í skrúð- húsið, en óðara en jeg var þangað kominn var drepið á dyrnar; gamli herramaðurinn var þá þar kominn, bersýnilega titrandi af geðshræringu, og mælli: »Hvaðan er yður komin þessi saga?« Jeg sagði honum, að jeg hefði lesið hana i riti eftir einn af hinum yngri rithöfundum vorum, og ril hans væru einmitt svo víða lesin. Pá sagði herrainaðurinn mjer eflirfarandi sögu með lárstokknum augum: »Pegar jeg var á yngra aldri, ljel jeg mjer öll trúarbrögð í Ijettu rúmi liggja. En einu sinni varð mjer geng- ið inn í gamlan kirkjugarð á Nýja- Skotlandi. Sá jeg þar gamlan, fallinn legstein og velti honum við af for- vitni; þá sje jeg að á steininn voru liöggnar. fjórar hendingar. Pað var vers, sem sýndi mjer svo greinilega, sem auðið cr, veg sáhihjál[jarinnar. Petta varð til þess, að jeg snerist lil trúarinnar á Krist; síðan eru nú liðin 50 ár og á þeim árum hefi jeg fyrir náð Guðs helgað Kristi líf mitt. En versið var á þessa leið: í friöi lát mig hverfa heimi frá; pitt hjálpræöi mín augu láttu sjá; til eilifs dauða dæmdur Jiræll jeg var, en Drottinn Jesús mínar syndir bar«. Og síðan sagði hann: »Þjer getið nú gert yður í hugarlund, hversu forviða jeg haíi orðið og glaður um leið, er jeg heyrði yður segja söguna af þessu versi, því að þá rifjuðuð þjer fyrir mjer um leið hið undur- samlega ráð, sem Drotni þóknaðist að nota lil að bjarga sálu minni«. Eigi löngu síðar var sent lil mín, og var jeg þá beðinn að vitja gamla herramannsins, því að nú væri hann sjúkur og altaf drægi af honum meira og meira. Jeg gerði sem hann bað. Rjett fyrir andlitið lók hann áslúð- lcga í höndina á mjer og bað mig að gera dálítið fyrir sig, þar sem jeg væri presturinn lians; en það var bón hans, að jeg segði söguna af versinu yfir kislunni hans við jarðar- förina; kvaðst hann biðja þess í þeirri von, að bæn deyjandi manns kynni að verða heyrð, og að versið mætti verða mörgum, mörgum öðr- um til eilífrar blessunar. Skömmu síðar dó hann. Mikið fjölmenni fylgdi honum til grafar og þar á meðal margt af mikilsháltar fólki. Jeg sagði söguna yfir kistunni, eins og jeg liafði lieilið. Allir hlýddu á söguna af versinu í djúpri þögn og athygli, versinu, sem vakið hafði fjóra menn til nýs lífs með Kristi i Guði. Jeg lauk sögu minni með því að lýsa því yfir, að það liefði verið hinzta ósk og bæn þessa ástsæla gamla manns, að minningarorðin, sem mælt væru yfir kistunni hans, að öllum viðslöddum áheyrandi, mællu verða sálum þeirra til eilífrar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.