Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1922, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.03.1922, Blaðsíða 7
BJARMI 39 aíiur, horfnu augnablikin og hrópa hátt: »Hefðir þú — hefðir þú —!« og livílika hugarkvöl ílytja þau nieð sjer! »Hefðir þú sinnt honum meira sjálf«, sögðu þau við Helgu. »Hefðir þú verið heima hjá honum, en farið í færri samsætin; hefðir þú hlint að honum með eigin hendi í stað þess að fá hann í hendur vandalausum stúlkum, — já, hefðir þú þá skilið það betur, að móðurstaða þín leggur þjer heilagar skyldur á herðar, og þeim skyldum mátlu ekki varpa frá þjer fyrir hjegómlegt veraldar tildur — þá væri drengurinn þinn ef lil vill enn hjá þjer«. — Hún fann það best nú hvílkt fánýti það var alt — alt, borið saman við ægilega lífsalvöruna. Hún undraðisl slórum að liún hafði svo lengi leilað unaðar í lyslisemd- um og skemtunum. Hvernig fór hún að því? Hún spurði sjálfa sig án þess að geta svarað spurningunni öðru en þegjandi tárum. Hvar var þá huggun fyrir harmþrungið lijarta hennar? þá sjaldan hún hafði orð á því við manninn sinn, eyddi hann því ýmisl, eða [)á að hann kendi lasleika hennar um, og stundum lá henni við að trúa orðum hans, fanst svo hlyti að vera eftir því hve breytt hún var orðin. »Þú jafnar þig, llelga miu«, var llákon vanur að segja. »Og alt kemsl i ganila horfið«. En Hclga fann það með sjálfri sjer, að svo gat eigi orðið. Hún var orðin frábitin skemtunum og öðru, sem hún áður sóttisl mesl eftir. Hún hafði haft nægan tíma lil að yfirvega ástand sitt, þessar vikur sem hún lá i rúminu, eftir að drengurinn hennar fæddist og hún komst að raun um það, að framvegis yrði hún að sækja gleðina sína eitthvað annað en í veisluglaum og samkvæmissali. Var hún þá orðin þreytt á Ufinu svona ung? Eða var þetta veiklun hennar að kenna? Læknirinn hafði sagt að hún hefði veiklaðar laugar. Hún hafði spurt sjálfa sig hvað eftir annað en fáu svarað. Eu hjer, hjá leiði barnsins liennar, voru tvimælin tekin af með öllu. Harmiloslið móð- urhjarta getur enga hlutdeild ált í háværum heimsglaumi. Hún hrökk við, það var drepið hendi á öxlina á henni. »Ertu alein hjer, úti í kirkjugarði, Helga mín!« Pað var Soffía frænd- kona Hákonar, sem ávarpaði hana þannig. »Ójá, jeg gekk hingað mjer til af- þreyingar«. »En þjer verður altof kalt, góða mín, þú sem hefir verið lasin svo lengi, — komdu nú heiin með rnjer, það er slytlra lieldur en heim til þín, þú verður að hita þjer, þjer er dauðkalt á höndunum«. Og SofTía lók með háðum höndum ulan um hendurnar á Helgu. Það var mjög vistlegt í her- hergi SolTíu, þó þar væri fremur fálæklegl umliorfs. Iiún dró hæginda- stólinn sinn að arninum og Ijet Helgu setjasl i hann, svo tók hún skóna af fótunum á henni, »til þess þjer hlýni fyr, og livíldu fæturnar bjerna á skemlinum mínum, svo skal jeg vera íljót að koma með heilt handa þjer að drekka. Þú ert svo fjarska kuldaleg, þú hefir verið búin að standa lielst lil lengi í sömu sporum«. það var nolalegl sætið við arninn, og Helgu fór að syfja í kyrðinni. Hún fann að hún var þreytt, og þegar Soffía kom inn með kaffið, var Helga sofnuð i stólnum hennar. SofTía hagræddi henni betur og lagði mjúka ábreiðu yfir hana, svo stóð hún við eitt augnablik og horfði á hana, wblessað barnið«, tautaöi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.