Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.08.1922, Page 7

Bjarmi - 15.08.1922, Page 7
B J A H M I 151 síðan. Jeg hlýddi þvi, og samstundis var barnið alheilt, kviðslitið hvarf og barnið varð albata upp frá pví. Hversu þakklát var jeg nú að pekkja sannleikansraust, og livílíkur fögnuður að pjóna nú Guði og leita hans, en ekki anda og illvætta. Betur menn þektu gleðina af samband- inu við Jesúm, þar sem bænin er »mið- ill« en heilagur andi er leiðtogi. Biblían segir að margir falskristar hafi farið út um heiminn og að við eigum að prófa andana hvort þeir sjeu frá Guði. Edina Benton, þessi fyrverandi leiðtogi minn eða umsjónarmaður, sem jeg kallaði hana, meðan jeg var miðill, sagðí mjer, að af því jeg lifði í bæn og tryði á Jesúm Guðs son, þá væri jeg varðveitt frá mörgum óguðlegum öndum, sem vildu ná yfirráð- um yfir mjer. Pessi leiðtogi minn virtist einnig trúa á Guð. Margir menn, sem stunda spiritisma og komast eins langt og jeg var komin, verða aldrei færir að losna þaðan, því djöfullinn liefir náð því tangarhaldi á þeim. Andatrúna ættu menn mikillega að óttast og beinlínis að forðast. Jeghefi þekt endalok eins nafnkends miðils i I’ortland Ore, hún veiktist ákaflega og varð að siðustu vitskert, og þegar hún var ekki með sjálfri sjer, þá vildi hún ekki leyía andatrúarfólki að vitja sín, þó ótrúlegt megi viröast, en vildi láta kristið fólk koma til sin og tala við sig, og sagði því að djöfullinn og púkar lians væru i sjer. Hún dó í örvæntingu, óhæf til að höndla sannlcik sáíuhjálparinnar, greftr- un hennar fór fram í kyrþey. Hversu sorglegt er að ganga í gcgnum dauðans skuggadal einsamall, með tapaða sál, og engan er harmi mann látinn. Kæri lesari! Eini tilgangur minn með þessum linum er að vara yður við. — Margir lesa í frjettablöðum vorum einmilt nú um sam- band við anda framliðinna, og jeg kem til að vitna fyrir yður, sem sjálf hefi vcrið yfirburðamiðill, að það er enginn veruleiki í þessu svokallaða sambandi, en það eru framkvæmdir fallinna engla, samkvæmt ritningunni, sem klæðast mynd vorra framliðnu, og með undrum lýg- innar draga á tálar, ef unt væri, jafnvel úlvalda. Reynsla mín meðan jeg var mið- ■H var sú, að margir urðu truílaðir og sumir fyrirfóru sjer í þeirri trú að þeir sameinuðust þá ætlingjum sínum. Anda- boðskapur hefir dregið margan mann á tálar. Ósannindi svikaanda hafa valdið ýmsu tjóni og varpað skugga j'fir lif margra og val'dið áliyggjum meðal ætt- ingja. Pað eru nú liðin bjer um bil 22 ár síðan Guð leysti mig undan þessari voða- legu táldrægni djöfulsins. Jesús hefir hjálpað mjer til að bjarga margri sál úr þeirri snöru, og bæn mín er sú, að þetta smárit mætli verða lil að leiða marga burtu frá andatrúnni, og koma þeim til að sjá að biblian, guðs orð, er það eina, sem við getum reitt okkur á, og að okk- ur beri að treysta útlieltu blóði Jesú Krists, sem einasta veginum til himna- ríkis. Að síðustu vil jeg bæta þessu við: Gætið yðar fyrir slægð djöfulsins. Verið ekki að káka við tilraunaborðið, ekki einu sinni í leik. Margir Krists játendur hafa það í húsi sinu eins og skemtitæki lianda börnum sínum og vinum, sem liafa á þann hátt leiðst inn í andatrúna. Gætið yðar líka fyrir »Christian Science«, guðspeki og öðrum þvílíkum trúarbrögð- um, því þau kannast ekki við að Jesús Kristur úthelti blóði sínu á krossinum á Golgata fyrir syndir vorar. Jeg hvet yður hátíðlega til að snúa yður frá hverjum þeim trúarbrögðum, sem neita íriðþæg- ingunni. Hver sem fer um aðrar dyr en krossins er þjófur og ræningi. segir ritn- ingin. Mig langar að segja yður frá þvi, að hver sá er þjónar Guði einum, öðlast blessaðan frið og livíld, og Guð lætur engla sina gæta vor og leiða oss á öllum vorum vegum. Kæri lesaril Jeg vildi ekki snúa til andatrúarinnar fyrir allar miljónir veraldarinnar, því jeg þekki hennar máttugu blekkingar og liræðileg endalok þeirra sem áslunda hana. Sjálfur Guð hefir lýsl bölvun sinni yfir hverjum þeim sem veita henni við- töku. Glöð og fús í þjónustu meistarans. Cecilia Walizhauser 317 Elm. St. W. Alhambra. Calif.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.