Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1923, Page 3

Bjarmi - 01.11.1923, Page 3
É J ARMI 191 Og á hverju kvöldi sofnaði jeg hjá mömmu, í faðmi hennar. En svo hætti mamma að bera mig á bakinu. Hún lá bara aðgerðarlaus. — Jeg segi það eins og það kom mjer þá fyrir sjónir, þótt jeg viti betur nú. Jeg grjet mikið um það leyti. Held næstum að jeg hafi altaf verið grátandi. Jeg skreið upp í rúmið til mömmu og grjet, þangað til jeg sofnaði. Svo eitt kvöldið fjekk jeg ekki að fara upp í rúmið til mömmu. Jeg varð bálvond og öskraði af öllum mætti, en samt var mjer bannað að koma til mömmu. Það kvöld komu svo margir ó- kunnugir. Og allir settust niður og fóru að gráta og veina. Jeg hætti sjálf að gráta, svo hissa varð jeg. Svo tóku þeir mömmu og vöfðu um hana voðum, alveg upp yfir höf- uð, og lögðu hana á mottu á gólf- inu. Par lá hún og hreyfði sig ekki. En allir grjetu kringum hana — grjetu alla nóttina. Þeir elduðu sjer mat og átu, og svo tóku þeir til að gráta aftur. En nú grjet jeg ekki framar, því jeg var svo yfirkomin af hræðslu. Tveir langir dagar liðu. Altaf lá mamma hreyfingarlaus á gólfinu. Og ekki fjekk hún mat heldur. Allir aðrir átu, en hún fjekk ekki neitt. Jeg var víst ekki meira en 3 eða 4 ára þá. Samt man jeg þetta alt svo vel. Svo komu enn fleiri menn, og þeir tóku mömmu og bundu hana á langa fjöl. Þá orgaði jeg hástöfum og ætl- aði að reyna að bjarga henni. En þeir hjeldu mjer fastri. Svo tóku einir tveir undir hvorn enda á fjölinni og báru mömmu út úr húsinu. Við heimamenn fórum á eftir, og nú var haldið upp langa og bratta brekku. Þegar upp kom á brekkuna, var mamma lögð niður á jörðina og fóru sumir að elda mat, en aðrir tóku til að grafa niður í jörðina. Það var löng röð af matarpottum út um alla brekkuna. Og svo fóru allir að jeta. Nema jeg — jeg hafði enga matarlyst. Jeg var svo hrædd. Og þó varð jeg enn óttaslegnari þegar þeir tóku mömmu aftur og báru hana niður í langa og djúpa gryfju og hurfu með hana inn i koldimma holu niðri í jörðinni. Eftir stundarkorn komu þeir aftur og veltu stórum steini fyrir holuna. En mamma kom ekki. Og gryfjan var fylt með mold. Svo tók einhver kona mig á bak sjer og bar mig heim. En nú var ekki lengur neitt heimili, því að mamma var farin. Og jeg vissi ekki hvað jeg átti af mjer að gera. Jeg fór út. Og þegar enginn sá til, fór jeg upp á brekkuna aftur, þang- að sem þeir höfðu borið mömmu. Hljóp eins og jeg gat, ýmist hrasaði eða hljóp aftur. Og þegar jeg kom upp á brekkuna, kallaði jeg á mömmu svo hátt sem gat: »Mamma, mamma, heyrirðu ekki til mínl« En jeg fjekk ekkert svar. Þeir höfðu látið svo mikla mold í hol- una. Jeg tók til að grafa ofan í moldina, — gróf þangað til blæddi úr fingrunum. En moldin var svo mikil, að það var vonlaust verk, Loks lagði jeg mig niður í mold- ina og fór að gráta, — grjet og kall- aði á mömmu. En hún gat ekki heyrt til mín. Það var komið kvöld. Jeg hefi víst sofnað þarna á moldarbingnum. Jeg man bara að pabbi kom og tók mig og bar mig heim. Hann bar mig svo varlega og hjelt mjer svo fast. Jeg held það hafi verið fyrsta skifti

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.